Golf

Paul Lawrie stimplaði sig inn með sjaldgjæfum sigri

Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999
Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999 Getty Images / Nordic Photos
Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999. Hinn 43 ára gamli kylfingur sigraði á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni um helgina og með sigrinum komst Lawrie í hóp 50 efstu á heimslistanum í fyrsta sinn frá árinu 2003.

Lawrie hefur hægt og bítandi lagað stöðu sína á heimslistanume en fyrir ári síðan var hann í 272. sæti heimslistans og langt frá sínu besta.

Á lokahringnum sýndi Lawrie frábæra takta þar sem hann vippaði boltanum tvívegis ofaní fyrir utan flöt en hann lék á 65 höggum. Hann endaði fjórum höggum á undan Ástralanum Jason Day og Svíanum Peter Hanson.

Með sigrinum tryggði Lawrie sér keppnisrétt á heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Hann verður einnig á meðal 24 kylfinga sem leika á Volvo holukeppnismótinu á Spáni í maí.

Lawrie stendur vel á stigalistanum fyrir valið á Ryderliði Evrópu en hann hefur ekki verið valinn í það lið í 13 ár. EF honum tekst að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í sjö vikur til viðbótar þá verður hann á meðal keppenda á Mastersmótinu á Augusta en þar hefur hann ekki verið í átta ár.

Aðeins voru leiknir þrír hringir en ekki fjórir á þessu móti þar sem að keppni var frestaða á föstudeginum vegna sandstorms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×