Facebook, sem er á leiðinni á skráðan hlutabréfamarkað, birti í gærkvöldi skráningarupplýsingar um reksturinn á síðasta ári. Heildartekjurnar námu 3,7 milljörðum dollara eða sem nemu 458 milljörðum króna. Hagnaðurinn nam ríflega einum milljarði dollara. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósenta hlut í fyrirtækinu sem er virði tæplega 100 milljarða króna.
Eftirfarandi upplýsingar má finna í skráningarlýsingu Facebook:
Um 85 prósent af tekjum Facebook komu af auglýsingum í fyrra, en hlutfallið var 95% 2010 og 98% 2009.
Notendur Facebook eru 843 milljónir manna um allan heim, og fjölgar hratt í þeim hópi.
Um 483 milljónir nota vefinn daglega. Helmingur mánaðarlegra notenda notar Facebook í símanum, en enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki tekjur af notendum í símum.
Stærstur hluti tekna Facebook kemur frá Bandaríkjunum, en stærstur hluti notenda er í öðrum löndum.
Um 2,7 milljarða "like" tengjast síðunni á hverjum degi og 250 milljónum mynda er upphlaðið á vefinn á hverjum degi.
Starfsmenn eru 3.200.
Lady Gaga er með vinsælustu síðuna á Facebook, með 47 milljónir "like".
Mark Zuckerberg, forstjóri, er stærsti eigandinn með 28,8 prósent hlut sem talinn er vera 28 milljarða dollara virði.
Bono, söngvari U2, á 1,5 prósena hlut í fyrirtækinu í gegnum félag hans Elevation Partners.
Dustin Moskovitz, vinur Zuckerberg og meðstofnandi, á 8 prósenta hlut.
Bono meðal stórra hluthafa í Facebook

Mest lesið

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Vaxtalækkunarferlið heldur áfram
Viðskipti innlent

„Sporttöppum“ aftur komið fyrir
Neytendur

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag
Viðskipti innlent