Handbolti

Fleiri Svíar á leiðinni til AG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Jesper "Kasi" Nielsen, eigandi danska stórliðsins AG Kaupmannahöfn er farinn að safna Svíum ef marka má nýjustu fréttir af liðinu. AG er búið að semja við sænska hornamanninn Fredrik Petersen og nú er sænska stórskyttan Kim Andersson orðuð enn á ný við danska liðið.

Petersen kemur í staðinn fyrir íslenska landsliðsmanninn Guðjón Val Sigurðsson og Andersson spilar í sömu stöðu og Ólafur Stefánsson sem verður 39 ára í júlí.

„Við erum að setja saman lið sem getur haft það sem markmið að vinna Meistaradeildina vorið 2013. Við ættum að geta verið komið með þannig lið á næsta tímabili," sagði Jesper "Kasi" Nielsen við sporten.dk.

Guðjón Valur Sigurðsson er ekki eini stjörnuleikmaðurinn sem er að fara frá AG því danski landsliðslínumaðurinn René Toft Hansen fer til Kiel í sumar.

„René Toft er að fara til Kiel en ég velti því fyrir mér hvort að við fáum Svía til baka. Ég get ekki sagt nein nöfn en við erum að skoða þetta," sagði Nielsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×