Sport

FH-ingar náðu titlinum úr höndum ÍR-inga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
FH-ingar náðu að heimta bikarmeistaratitilinn í frjálsum íþróttum úr höndum ÍR-inga en keppt var í Laugardal um helgina. ÍR hafði unnið keppnina seinustu tvö ár. FH sigraði í karlaflokki og ÍR í kvennaflokki.

Barátta FH og ÍR var hörð í ár sem áður. FH hlaut 105 stig en Breiðhyltingar komu skammt á eftir með 100,5 stig. Í þriðja sæti varð lið Norðlendinga með 88 stig.

FH vann nokkuð sannfærandi sigur í karlaflokki með 59 stig en ÍR hlaut 46,5 stig. Í kvennaflokki sigraði ÍR með 54 stig en næstir komu Norðlendingar með 48 stig.

Lokastaðan í heildarstigakeppni

1. FH 107 stig

2. ÍR 102,5 stig

3. Norðurland 90 stig

4. Breiðablik/Ármann/Fjölnir 76,5 stig

5. HSK 67 stig

6. ÍR b-lið 55 stig

Lokastaðan í karlaflokki

1. FH 61 stig

2. ÍR 48,5 stig

3. Norðlendingar 42 stig

4. HSK 36 stig

5. Breiðablik/Ármann/Fjölnir 32,5 stig

6. ÍR b 30 stig

Lokastaðan í kvennaflokki

1. ÍR 54 stig

2. Norðurland 48 stig

3. FH 46 stig

4. Breiðablik/Ármann/Fjölnir 44 stig

5. HSK 31 stig

6. ÍR b-lið 25 stig

Úrslit úr einstökum greinum má sjá á vef frjálsíþróttasambandsins með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×