Nýtt félag mun hampa bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki í körfuknattleik á morgun í Laugardalshöll. Njarðvík og Snæfell úr Stykkishólmi eigast þar við en hvorugt liðið hefur farið alla leið í þessari keppni.
Njarðvík hefur þrívegis leikið til úrslita en ávallt tapað en Snæfell hefur aldrei komist í úrslitaleikinn. Hans Steinar Bjarnason ræddi við Sverri Þór Sverrisson þjálfar Njarðvíkur og Hildi Sigurðardóttur fyrirliða Snæfells.
„Það er bara létt yfir báðum liðum. Engin pressa og þetta á bara að vera skemmtun frá upphafi til enda. Liðin eru áþekk, bæði með reynslumikla leikmenn, góða útlendinga og yngri leikmenn. Þetta verður gaman og hörkuleikur," segir Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur.
„Það er örugglega mikil spenna hjá báðum liðum en ég finn ekki fyrir neinu stressi í okkar liði. Það kemur kannski á æfingunni í Laugardalshöllinni," segir Hildur Sigurðardóttir fyrirliði Snæfells.
Bikarúrslit KKÍ kvenna | Sverrir og Hildur
Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn



Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn




Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
