Fótbolti

Draumadvöl Henry hjá Arsenal endaði með martröð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry og Zlatan Ibrahimovic eftir leikinn í kvöld.
Thierry Henry og Zlatan Ibrahimovic eftir leikinn í kvöld. Mynd/AFP
Thierry Henry lék sinn síðasta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en enska liðið er svo gott sem úr leik í keppninni eftir þessi úrslit.

Thierry Henry skoraði 3 mörk í 7 leikjum með Arsenal þann tíma sem hann fékk að vera í láni frá New York Red Bulls þar af voru tvö þeirra sigurmörk. Hann er nú á leiðinni aftur til Bandaríkjanna.

Þetta var búin að vera algjör draumadvöl fyrir franska framherjann en það má segja að hún hafi endað með matröð enda hefur Arsenal aldrei tapað stærra í Meistaradeildinni.

Ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar voru að sjálfsögðu mættir til Mílanó og náðu fullt af flottum myndum frá leiknum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×