Emil Hallfreðsson skoraði fyrra markið í 2-0 sigri Hellas Verona á Ascoli í ítölsku B-deildinni í dag. Með sigrinum komst Verona upp í þriðja sæti deildarinnar.
Þetta var kærkominn sigur fyrir Emil og hans félaga en liðið hafði aðeins unnið þrjá af síðustu sjö leikjum sínum á undan.
Emil spilaði sinn fyrsta leik síðan 21. janúar en hann hefur verið frá vegna meiðsla í kálfa. Hann spilaði allan leikinn í dag.
Torino er á toppi deildarinnar með 53 stig en Verona er í því þriðja með 51. Torino og önnur lið í toppbaráttunni eiga þó ýmist einn eða tvo leiki til góða.
Emil hefur nú skorað sex mörk í bæði deild og bikar með Hellas Verona á leiktíðinni.
Emil skoraði í sigri Hellas Verona
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn