Aftur efasemdir um mótið í Barein - Ecclestone alveg sama Birgir Þór Harðarson skrifar 10. febrúar 2012 16:00 Bernie Ecclestone hefur vingast við konungsfjölskylduna í Barein. Hamad bin Isa al Khalifa er til dæmis góður vinur. nordicphotos/afp Vaxandi pressa hefur verið á skipuleggjendur Formúlu 1 mótaraðarinnar um að aflýsa kappakstrinum í Barein í ár. Mótinu var frestað í fyrra og síðar aflýst vegna mikilla mótmæla og mannréttindabrota af hálfu hins opinbera þar í landi. Í ár eru uppi efasemdir eins og í fyrra um hvort mótið eigi að fara fram í Barein. Í fyrra bættist þó mikið óvissuástand vegna óeirða og hótana mótmælenda um að nota kappaksturinn þar til að láta rödd sína heyrast enn betur. Nú hefur efri deild breska þingsins blandað sér í umræðuna og hvetur ráðamenn Formúlu 1 til að aflýsa mótinu á meðan pólitísk óvissa er í landinu. Bendir þingmaður breska gæningjaflokksins meðal annars á dagleg mótmæli og dauða enn fleiri borgara. Bernie Ecclestone, sem stundum hefur verið kallaður alráður í Formúlu 1, vill hins vegar ekki hlusta á þá sem ekki vilja keppa í Barein enda gríðarlegir fjármunir fólgnir í mótum í Mið-Austurlöndum. Niðurstaða framkvæmdastjórnar Formúlunnar í fyrra kom aðeins stuttu áður en mótið átti að fara fram. Þá höfðu liðstjórar og ökumenn komið fram og lýst yfir andstöðu sinni við að mótið færi fram. Líklegt er að sama verði upp á teningnum að þessu sinni. Áætlað er að mótið í Barein fari fram þann 22. apríl og verði fjórða mótið á tímabilinu. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Vaxandi pressa hefur verið á skipuleggjendur Formúlu 1 mótaraðarinnar um að aflýsa kappakstrinum í Barein í ár. Mótinu var frestað í fyrra og síðar aflýst vegna mikilla mótmæla og mannréttindabrota af hálfu hins opinbera þar í landi. Í ár eru uppi efasemdir eins og í fyrra um hvort mótið eigi að fara fram í Barein. Í fyrra bættist þó mikið óvissuástand vegna óeirða og hótana mótmælenda um að nota kappaksturinn þar til að láta rödd sína heyrast enn betur. Nú hefur efri deild breska þingsins blandað sér í umræðuna og hvetur ráðamenn Formúlu 1 til að aflýsa mótinu á meðan pólitísk óvissa er í landinu. Bendir þingmaður breska gæningjaflokksins meðal annars á dagleg mótmæli og dauða enn fleiri borgara. Bernie Ecclestone, sem stundum hefur verið kallaður alráður í Formúlu 1, vill hins vegar ekki hlusta á þá sem ekki vilja keppa í Barein enda gríðarlegir fjármunir fólgnir í mótum í Mið-Austurlöndum. Niðurstaða framkvæmdastjórnar Formúlunnar í fyrra kom aðeins stuttu áður en mótið átti að fara fram. Þá höfðu liðstjórar og ökumenn komið fram og lýst yfir andstöðu sinni við að mótið færi fram. Líklegt er að sama verði upp á teningnum að þessu sinni. Áætlað er að mótið í Barein fari fram þann 22. apríl og verði fjórða mótið á tímabilinu.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira