Marussia liðið fær ekki að æfa í síðustu í æfingalotu Formúlu 1 liða sem fram fer í Barcelona í lok vikunnar. Nýji bíllinn stóðst ekki árekstursprófanir FIA og er því ólöglegur.
Yfirlýsing frá Marussia sagði að nú yrði öll áhersla lögð á að standast prófin. Nái Marussia ekki þessum prófum fær liðið ekki að keppa í ástralska kappakstrinum þann 18. mars.
Marussia er síðasta liðið til að senda nýjan bíl sinn í áreksturspróf FIA. Bíll HRT liðsins stóðst ekki prófin fyrr í mánuðinum en Marussia og HRT liðin eru helstu keppinautar. Marussia er nú þegar eftirá og mætir óundirbúið í ástralska kappaksturinn hljóti þeir keppnisrétt.
