Alain Prost: Williams í miklum peningavandræðum Birgir Þór Harðarson skrifar 27. febrúar 2012 21:15 Alain Prost var kallaður "prófessorinn" þegar hann keppti sjálfur. Hann stofnaði síðar sitt eigið lið sem fór á hausinn 2001. nordicphotos/afp Alain Prost, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður Williams liðsins, segir sitt gamla lið vera í mjög miklum vandræðum með að fjármagna sig. Williams liðið er eitt af sigursælustu liðum í Formúlunni en hefur komið sér í mikil vandræði undanfarið. Nú er svo komið að erfitt er að finna auglýsendur og styrktaraðila fyrir liðið. "Ég tala oft við Frank Williams," sagði Prost sem vann sinn síðasta titil með liðinu 1993. "Þetta er erfitt fyrir þau því þegar þú kemur þér í peningavandræði í Formúlunni er erfitt að rífa sig upp úr þeim. Í vetur hef ég meira að segja reynt að finna handa þeim styrktaraðila en ekki tekist." Frank Williams tók fyrst þátt með liðinu sínu í Formúlu 1 árið 1978. Williams liðið varð svo í fyrsta sinn heimsmeistari með Alan Jones tveimur árum síðar. Frank Williams viðurkenndi nýverið að það hefðu verið mikil mistök að leyfa Adrian Newey að fara frá liðinu. Newey var á mála hjá Williams frá 1990 til 1997 en fór þaðan til McLaren. Nú er hann hjá Red Bull og er nú sigursælasti hönnuður í Formúlu 1. "Hann vildi hlut í liðinu sem ég var ekki tilbúinn að gefa honum," sagði Frank við F1 Racing tímaritið. "Eftir á að hyggja voru það mikil mistök því Adrian Newey er magnaður einstaklingur." Williams vann síðast heimsmeistaratitil árið 1997 þegar Jaques Villenevue vann, sinn fyrsta og eina titil, í Newey bíl. Árið 2004 vann Juan Pablo Montoya svo síðasta sigur Williams liðsins. Formúla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Alain Prost, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður Williams liðsins, segir sitt gamla lið vera í mjög miklum vandræðum með að fjármagna sig. Williams liðið er eitt af sigursælustu liðum í Formúlunni en hefur komið sér í mikil vandræði undanfarið. Nú er svo komið að erfitt er að finna auglýsendur og styrktaraðila fyrir liðið. "Ég tala oft við Frank Williams," sagði Prost sem vann sinn síðasta titil með liðinu 1993. "Þetta er erfitt fyrir þau því þegar þú kemur þér í peningavandræði í Formúlunni er erfitt að rífa sig upp úr þeim. Í vetur hef ég meira að segja reynt að finna handa þeim styrktaraðila en ekki tekist." Frank Williams tók fyrst þátt með liðinu sínu í Formúlu 1 árið 1978. Williams liðið varð svo í fyrsta sinn heimsmeistari með Alan Jones tveimur árum síðar. Frank Williams viðurkenndi nýverið að það hefðu verið mikil mistök að leyfa Adrian Newey að fara frá liðinu. Newey var á mála hjá Williams frá 1990 til 1997 en fór þaðan til McLaren. Nú er hann hjá Red Bull og er nú sigursælasti hönnuður í Formúlu 1. "Hann vildi hlut í liðinu sem ég var ekki tilbúinn að gefa honum," sagði Frank við F1 Racing tímaritið. "Eftir á að hyggja voru það mikil mistök því Adrian Newey er magnaður einstaklingur." Williams vann síðast heimsmeistaratitil árið 1997 þegar Jaques Villenevue vann, sinn fyrsta og eina titil, í Newey bíl. Árið 2004 vann Juan Pablo Montoya svo síðasta sigur Williams liðsins.
Formúla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira