Alain Prost: Williams í miklum peningavandræðum Birgir Þór Harðarson skrifar 27. febrúar 2012 21:15 Alain Prost var kallaður "prófessorinn" þegar hann keppti sjálfur. Hann stofnaði síðar sitt eigið lið sem fór á hausinn 2001. nordicphotos/afp Alain Prost, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður Williams liðsins, segir sitt gamla lið vera í mjög miklum vandræðum með að fjármagna sig. Williams liðið er eitt af sigursælustu liðum í Formúlunni en hefur komið sér í mikil vandræði undanfarið. Nú er svo komið að erfitt er að finna auglýsendur og styrktaraðila fyrir liðið. "Ég tala oft við Frank Williams," sagði Prost sem vann sinn síðasta titil með liðinu 1993. "Þetta er erfitt fyrir þau því þegar þú kemur þér í peningavandræði í Formúlunni er erfitt að rífa sig upp úr þeim. Í vetur hef ég meira að segja reynt að finna handa þeim styrktaraðila en ekki tekist." Frank Williams tók fyrst þátt með liðinu sínu í Formúlu 1 árið 1978. Williams liðið varð svo í fyrsta sinn heimsmeistari með Alan Jones tveimur árum síðar. Frank Williams viðurkenndi nýverið að það hefðu verið mikil mistök að leyfa Adrian Newey að fara frá liðinu. Newey var á mála hjá Williams frá 1990 til 1997 en fór þaðan til McLaren. Nú er hann hjá Red Bull og er nú sigursælasti hönnuður í Formúlu 1. "Hann vildi hlut í liðinu sem ég var ekki tilbúinn að gefa honum," sagði Frank við F1 Racing tímaritið. "Eftir á að hyggja voru það mikil mistök því Adrian Newey er magnaður einstaklingur." Williams vann síðast heimsmeistaratitil árið 1997 þegar Jaques Villenevue vann, sinn fyrsta og eina titil, í Newey bíl. Árið 2004 vann Juan Pablo Montoya svo síðasta sigur Williams liðsins. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Alain Prost, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður Williams liðsins, segir sitt gamla lið vera í mjög miklum vandræðum með að fjármagna sig. Williams liðið er eitt af sigursælustu liðum í Formúlunni en hefur komið sér í mikil vandræði undanfarið. Nú er svo komið að erfitt er að finna auglýsendur og styrktaraðila fyrir liðið. "Ég tala oft við Frank Williams," sagði Prost sem vann sinn síðasta titil með liðinu 1993. "Þetta er erfitt fyrir þau því þegar þú kemur þér í peningavandræði í Formúlunni er erfitt að rífa sig upp úr þeim. Í vetur hef ég meira að segja reynt að finna handa þeim styrktaraðila en ekki tekist." Frank Williams tók fyrst þátt með liðinu sínu í Formúlu 1 árið 1978. Williams liðið varð svo í fyrsta sinn heimsmeistari með Alan Jones tveimur árum síðar. Frank Williams viðurkenndi nýverið að það hefðu verið mikil mistök að leyfa Adrian Newey að fara frá liðinu. Newey var á mála hjá Williams frá 1990 til 1997 en fór þaðan til McLaren. Nú er hann hjá Red Bull og er nú sigursælasti hönnuður í Formúlu 1. "Hann vildi hlut í liðinu sem ég var ekki tilbúinn að gefa honum," sagði Frank við F1 Racing tímaritið. "Eftir á að hyggja voru það mikil mistök því Adrian Newey er magnaður einstaklingur." Williams vann síðast heimsmeistaratitil árið 1997 þegar Jaques Villenevue vann, sinn fyrsta og eina titil, í Newey bíl. Árið 2004 vann Juan Pablo Montoya svo síðasta sigur Williams liðsins.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira