Það tók Gunnar Nelson aðeins fjóra og hálfa mínútu að leggja Alexander Butenko af velli. Gunnar hafði Butenko með armlás strax í fyrstu lotu.
Bardaginn fór rólega af stað en Gunnar landaði nokkrum spörkum og var svo fljótur á ná tökum á honum. Hann náði svo að klemma hann undir sig og lét höggin dynja á honum, hægt og rólega.
Gunnar hélt ró og yfirvegun allan bardagann og hafði gríðarlega yfirburði. Eftir að hafa þreytt Butenko beitti hann svokölluðu armbar-bragði og kláraði þannig bardagann.
Butenko var talinn afar sterkur andstæðingur en átti þó ekkert í íslenska bardagamanninn.
Gunnar Nelson heldur áfram að standa sig á alþjóða vettvangi í MMA bardagaíþróttum. Hann hefur enn ekki tapað bardaga en þetta var níundi sigur hans í greininni.
