Gebrselassie klár í slaginn í Tókíó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2012 21:00 Gebrselassie kemur í mark í Manchester-hlaupinu á síðasta ári. Nordic Photos / Getty Hlaupagoðsögnin Haile Gebrselassie er klár í slaginn fyrir Tókíó-maraþonið sem fram fer á morgun. Flestir af bestu maraþonhlaupurum heims eru mættir og veðurspá eins og hún gerist best. Gebrselassie þurfti að draga sig úr keppni í hlaupinu á síðasta ári vegna meiðsla. Hann gerir sér vonir um að hlaupa nógu hratt til þess að tryggja sér sæti í Ólympíuliði Eþíópíu í London í sumar. Gebrselassie sat blaðamannafund í gær ásamt heimamanninum Yuki Kawauchi sem hafnaði afar óvænt í þriðja sæti hlaupsins í fyrra. Fyrrum heimsmethafinn frá Eþíópíu er á 39 aldursári. „Ég borða, sef og hleyp. Hlaup eru hluti af lífi mínu. Einn daginn hætti ég að keppa en ég mun aldrei hætta að hlaupa," sagði hlauparinn geðþekki. „Í 10 þúsund metra hlaupi keppirðu á móti öðrum hlaupurum en í maraþonhlaupi þarftu að sigra vegalengdina," sagði Gebrselassie. Ummælin voru sérstaklega viðeigandi í ljósi þess að kempan hefur þurft að að draga sig úr keppni í síðustu tveimur maraþonhlaupum sínum. Veðurspáin fyrir morgundaginn hljóðar upp á lítinn vind og hitastig á bilinu 5-8 °C. Frábærar aðstæður fyrir hlaupara. Boðsgestir á mótinu ásamt besta tíma:Karlar Haile Gebrselassie (Eþíópía), 2:03:59, 2008 Berlín Jafred Kipchumba (Kenía), 2:05:48, 2011 Eindhoven Gilbert Kirwa (Kenía), 2:06:14, 2009 Frankfurt Michael Kipyego (Kenía), 2:06:48, 2011 Eindhoven Stephen Kiprotich (Úganda), 2:07:20, 2011 Enschede Hailu Meikonnen (Eþíópía), 2:07:35, 2011 Tókíó Oleksander Sitkovskyy (Úkraína), 2:09:26, 2011 Belaya Tserkev Viktor Rothlin (Sviss), 2:07:23, 2008 TókíóKonur Helena Loshanyang Kirop (Eþíópía), 2:23:37, 2011 Feneyjar Atsede Habtamu (Eþíópía), 2:24:25, 2011 Berlín Eyerusalem Kuma (Eþíópía), 2:24:55, 2011 Amsterdam Tatyana Petrova (Rússland), 2:25:01, 2011 Berlín Esayias Yeshi (Eþíópía), 2:26:04, 2011 Daegu Rosaria Console (Ítalía), 2:26:10, 2011 Berlín Lishan Dula (Barein), 2:26:56, 2011 Rotterdam Kateryna Stetsenko (Úkraína), 2:27:51, 2010 Dublin Adriana da Silva (Brasilía), 2:32:30, 2010 Berlín Erlendar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Hlaupagoðsögnin Haile Gebrselassie er klár í slaginn fyrir Tókíó-maraþonið sem fram fer á morgun. Flestir af bestu maraþonhlaupurum heims eru mættir og veðurspá eins og hún gerist best. Gebrselassie þurfti að draga sig úr keppni í hlaupinu á síðasta ári vegna meiðsla. Hann gerir sér vonir um að hlaupa nógu hratt til þess að tryggja sér sæti í Ólympíuliði Eþíópíu í London í sumar. Gebrselassie sat blaðamannafund í gær ásamt heimamanninum Yuki Kawauchi sem hafnaði afar óvænt í þriðja sæti hlaupsins í fyrra. Fyrrum heimsmethafinn frá Eþíópíu er á 39 aldursári. „Ég borða, sef og hleyp. Hlaup eru hluti af lífi mínu. Einn daginn hætti ég að keppa en ég mun aldrei hætta að hlaupa," sagði hlauparinn geðþekki. „Í 10 þúsund metra hlaupi keppirðu á móti öðrum hlaupurum en í maraþonhlaupi þarftu að sigra vegalengdina," sagði Gebrselassie. Ummælin voru sérstaklega viðeigandi í ljósi þess að kempan hefur þurft að að draga sig úr keppni í síðustu tveimur maraþonhlaupum sínum. Veðurspáin fyrir morgundaginn hljóðar upp á lítinn vind og hitastig á bilinu 5-8 °C. Frábærar aðstæður fyrir hlaupara. Boðsgestir á mótinu ásamt besta tíma:Karlar Haile Gebrselassie (Eþíópía), 2:03:59, 2008 Berlín Jafred Kipchumba (Kenía), 2:05:48, 2011 Eindhoven Gilbert Kirwa (Kenía), 2:06:14, 2009 Frankfurt Michael Kipyego (Kenía), 2:06:48, 2011 Eindhoven Stephen Kiprotich (Úganda), 2:07:20, 2011 Enschede Hailu Meikonnen (Eþíópía), 2:07:35, 2011 Tókíó Oleksander Sitkovskyy (Úkraína), 2:09:26, 2011 Belaya Tserkev Viktor Rothlin (Sviss), 2:07:23, 2008 TókíóKonur Helena Loshanyang Kirop (Eþíópía), 2:23:37, 2011 Feneyjar Atsede Habtamu (Eþíópía), 2:24:25, 2011 Berlín Eyerusalem Kuma (Eþíópía), 2:24:55, 2011 Amsterdam Tatyana Petrova (Rússland), 2:25:01, 2011 Berlín Esayias Yeshi (Eþíópía), 2:26:04, 2011 Daegu Rosaria Console (Ítalía), 2:26:10, 2011 Berlín Lishan Dula (Barein), 2:26:56, 2011 Rotterdam Kateryna Stetsenko (Úkraína), 2:27:51, 2010 Dublin Adriana da Silva (Brasilía), 2:32:30, 2010 Berlín
Erlendar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira