Zlatan Ibrahimovic verður í leikbanni í stórleik ítölsku deildarinnar í fótbolta á morgun þegar AC Milan tekur á móti Juventus. Forráðamenn AC Milan fóru fram á að þriggja leikja bann sem sænski framherjinn var úrskurðaður í yrði stytt.
Ibrahimovic fékk rautt spjald í leik gegn Napólí á dögunum þar sem hann virtist hafa slegið til Salvatore Aronica.
Á heimasíðu AC Milan er greint frá því að ítalska knattspyrnusambandið hafi gert sig seka um alvarleg mistök í meðferð málsins.
AC Milan er með fjögurra stiga forskot á Juventus sem á einn leik til góða á AC Milan.
Zlatan verður í banni í stórleiknum gegn Juventus

Mest lesið








Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn