Ragna Ingólfsdóttir komst áfram í þriðju umferð á alþjóðlegu badmintonmóti sem fram fer í Austurríki. Ragna lagði Simone Prutsch frá Austurríki en Ragna vann tvær síðustu loturnar eftir að hafa tapað fyrstu lotunni 24-26.
Ragna vann aðra lotuna 21-18 og hún hafði yfirburði í þeirri þriðju sem endaði 21-9. Ragna mætir sigurvegaranu úr viðureign Kamilla Augustyn frá Póllandi og Sayaka Takahashi frá Japan.
Ragna komst í þriðju umferð í Austurríki

Mest lesið
Fleiri fréttir
