Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2012 09:45 Nordic Photos / Getty Images Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Lars Lagerbäck. Íslensku strákarnir vöknuðu upp við vondan draum eftir aðeins 94 sekúndur. Boltinn lá í netinu eftir skalla Ryoichi Maeda á nærstöng. Vinstri bakvörður Japana hafði farið illa með Guðmund Kristjánsson sem lék í stöðu hægri bakvarðar. Sending hans fyrir markið rataði beint á kollinn á Maeda sem skallaði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá íslensku leikmönnunum sem voru fjölmennir á teignum án þess að taka ábyrgð á japönsku sóknarmönnunum. Íslensku strákunum tókst ekki að ógna marki Japana að ráði í fyrri hálfleik. Þeir náðu ekki að byggja upp merkilegar sóknir en náðu þó að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum án þess að takast að gera sér mat úr því. Þeir voru heppnir á 33. mínútu þegar Hannes Þór varði vel af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 og íslensku strákarnir ennþá vel inni í leiknum þó jöfnunarmarkið lægi ekki í loftinu. Eftir ágæta byrjun á síðari hálfleik gerðu íslensku strákarnir sig seka um slæm mistök. Japanir unnu boltann af Steinþóri Frey á miðsvæðinu og sendu frábæra sendingu inn á Jungo Fujimoto sem var galopinn hægra megin í teignum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson langt út úr stöðu og slæm holning á varnarlínunni. Fujimoto kláraði færið snyrtilega, lagði knöttinn yfir Gunnleif í markinu. 2-0 fyrir heimamenn og útlitið svart. Mínútu síðar fengu Japanir dauðafæri en sóknarmanni þeirra brást bogalistin, skaut framhjá. Frammistaða Íslands í hálfleiknum var betri en í þeim fyrri en færin þó af skornum skammti. Þeir fengu fjölda hornspyrna og innkasta sem sköpuðu hálffæri en ekkert til að tala um. Á 79. mínútu bættu Japanir við þriðja markinu. Boltinn barst á Tomoaki Makino eftir aukaspyrnu. Makino lá á jörðinni rétt utan markteigs og sendi boltann í netið. Sárt fyrir íslensku strákana sem höfðu staðið sig ágætlega í hálfleiknum og heldur betur tekið til í tölfræðinni hvað markskot og hornspyrnur varðaði. Þeir náðu svo að rétta úr kútnum í viðbótartíma. Brotið var á varamanninum Garði Jóhannssyni innan teigs. Arnór Smárason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Sárabót en 3-1 tap staðreynd. Íslensku strákarnir sýndu góða baráttu og ágætis takta inni á milli í Osaka í dag. Það var þó oftar en ekki einnig uppi á teningnum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en eins og svo oft áður tapaðist leikurinn. Erfitt var að greina handbragð Lagerbäck á liðinu en hann verður þó ekki dæmdur af þessum leik. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi teflt fram B-liði þá spila flestir landsliðsmanna Japana í heimalandinu. Hallgrímur Jónasson var eini byrjunarliðsmaður Íslands í dag sem spilaði síðasta landsleik í 5-3 tapi gegn Portúgal í haust. Ákvörðun landsliðsþjálfaranna að stilla Guðmundi Kristjánssyni upp í stöðu hægri bakvarðar verður að teljast skrýtin. Guðmundur er einfaldlega ekki bakvörður sem kom berlega í ljós eftir 94 sekúndna leik. Skúli Jón kom inn í hálfleik og stóð sig betur enda mun vanari stöðunni.Tölfræði úr leiknum Skot (á mark) 11 (6)- 12 (5) Horn 8-7 Rangstaða 1-1 Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Lars Lagerbäck. Íslensku strákarnir vöknuðu upp við vondan draum eftir aðeins 94 sekúndur. Boltinn lá í netinu eftir skalla Ryoichi Maeda á nærstöng. Vinstri bakvörður Japana hafði farið illa með Guðmund Kristjánsson sem lék í stöðu hægri bakvarðar. Sending hans fyrir markið rataði beint á kollinn á Maeda sem skallaði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá íslensku leikmönnunum sem voru fjölmennir á teignum án þess að taka ábyrgð á japönsku sóknarmönnunum. Íslensku strákunum tókst ekki að ógna marki Japana að ráði í fyrri hálfleik. Þeir náðu ekki að byggja upp merkilegar sóknir en náðu þó að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum án þess að takast að gera sér mat úr því. Þeir voru heppnir á 33. mínútu þegar Hannes Þór varði vel af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 og íslensku strákarnir ennþá vel inni í leiknum þó jöfnunarmarkið lægi ekki í loftinu. Eftir ágæta byrjun á síðari hálfleik gerðu íslensku strákarnir sig seka um slæm mistök. Japanir unnu boltann af Steinþóri Frey á miðsvæðinu og sendu frábæra sendingu inn á Jungo Fujimoto sem var galopinn hægra megin í teignum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson langt út úr stöðu og slæm holning á varnarlínunni. Fujimoto kláraði færið snyrtilega, lagði knöttinn yfir Gunnleif í markinu. 2-0 fyrir heimamenn og útlitið svart. Mínútu síðar fengu Japanir dauðafæri en sóknarmanni þeirra brást bogalistin, skaut framhjá. Frammistaða Íslands í hálfleiknum var betri en í þeim fyrri en færin þó af skornum skammti. Þeir fengu fjölda hornspyrna og innkasta sem sköpuðu hálffæri en ekkert til að tala um. Á 79. mínútu bættu Japanir við þriðja markinu. Boltinn barst á Tomoaki Makino eftir aukaspyrnu. Makino lá á jörðinni rétt utan markteigs og sendi boltann í netið. Sárt fyrir íslensku strákana sem höfðu staðið sig ágætlega í hálfleiknum og heldur betur tekið til í tölfræðinni hvað markskot og hornspyrnur varðaði. Þeir náðu svo að rétta úr kútnum í viðbótartíma. Brotið var á varamanninum Garði Jóhannssyni innan teigs. Arnór Smárason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Sárabót en 3-1 tap staðreynd. Íslensku strákarnir sýndu góða baráttu og ágætis takta inni á milli í Osaka í dag. Það var þó oftar en ekki einnig uppi á teningnum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en eins og svo oft áður tapaðist leikurinn. Erfitt var að greina handbragð Lagerbäck á liðinu en hann verður þó ekki dæmdur af þessum leik. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi teflt fram B-liði þá spila flestir landsliðsmanna Japana í heimalandinu. Hallgrímur Jónasson var eini byrjunarliðsmaður Íslands í dag sem spilaði síðasta landsleik í 5-3 tapi gegn Portúgal í haust. Ákvörðun landsliðsþjálfaranna að stilla Guðmundi Kristjánssyni upp í stöðu hægri bakvarðar verður að teljast skrýtin. Guðmundur er einfaldlega ekki bakvörður sem kom berlega í ljós eftir 94 sekúndna leik. Skúli Jón kom inn í hálfleik og stóð sig betur enda mun vanari stöðunni.Tölfræði úr leiknum Skot (á mark) 11 (6)- 12 (5) Horn 8-7 Rangstaða 1-1 Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann