Fótbolti

Lavezzi hjá Napoli: Ekki kalla mig Maradona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ezequiel Lavezzi fagnar í gær.
Ezequiel Lavezzi fagnar í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi var stjarna kvöldsins í 3-1 sigri Napoli á Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Lavezzi fékk mikið hrós í ítölskum fjölmiðlum og strax var farið að bera hann saman við landa hans Diego Maradona sem var maðurinn á bak við velgengni Napoli liðsins á árunum 1985 til 1990.

„Ekki kalla mig Maradona, ég er "El Pocho"," sagði Ezequiel Lavezzi brosandi í viðtali við Sky Sport Italia en el Pocho þýðir hinn þybbni.

„Ég bjóst við sigri í þessum leik. Ég var viss um að við myndum standa okkur vel og það var mikilvægt að vinna með því að spila fallegan fótbolta," sagði Lavezzi.

„Við erum samt ekki komnir áfram en erum í góðri stöðu fyrir seinni leikinn. Við getum farið til London og mark þar ætti að tryggja okkur áfram," sagði Lavezzi.

Þetta voru fyrstu mörk Ezequiel Lavezzi í Meistaradeildinni á tímabilinu en hann var búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína í fyrstu sex leikjunum. Lavezzi skoraði líka í 3-0 sigri á Fiorentina í ítölsku deildinni um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×