Sport

Nýr meistari hjá strákunum | Níu ára sigurganga Viktors á enda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir.
Viktor Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir. Mynd/Vilhelm
Viktor Kristmannsson er ekki meðal keppenda á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Laugabóli í Reykjavík í dag og á morgun.

Viktor sem hefur orðið Íslandsmeistari í fjölþraut undanfarin níu ár en er meiddur á baki. Það er samt líklegt að titilinn haldist í fjölskyldunni því bróðir hans Róbert Kristmannsson hefur verið í öðru sætinu á eftir Viktori undanfarin þrjú ár. Róbert fær væntanlega mesta keppni frá Bjarka Ásgeirssyni.

Thelma Rut Hermannsdóttir hefur titil að verja hjá konunum en hún hefur unnið fjölþrautina tvö ár í röð. Það er búist við mjög jafnri og spennandi keppni hjá konunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×