Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK í Grikklandi, verður í viðtali í Boltanum á X-inu 977 sem hefst klukkan 11.00. Það er allt í tjóni hjá AEK og Arnar mun greina frá stöðu mála.
Einnig verður fjallað um Meistaradeildina og svo verða gefin gjafabréf á Metro og Úrillu Górilluna.
Það er Valtýr Björn Valtýsson sem sér um þátt dagsins.
Hægt er að hlusta á þáttinn á netinu hér.
