Dýrmætar heimildir að myndast í Landsdómsmálinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2012 18:44 Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. Landsdómur hafnaði í morgun beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis um leyfi til að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu. Þrátt fyrir að óheimilt sé samkvæmt lögum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi í sakamáli þá geta dómarar veitt undanþágur frá banninu ef sérstaklega stendur á. „Manni finnst að hafi einhvern tímann verið ástæða til þess að nýta þær þá sé það nú, ekki síst í ljósi þess að bæði saksóknari og sakborningur hafa sagt að það sé þeim að meinalausu að það sé útvarpað og sjónvarpað og áhuginn er slíkur," Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Aðeins 70 áhorfendur mega vera í dómsal og þurftu nokkrir frá að bíða eftir að komast inn í salinn eða frá að hverfa í dag. Vitnaleiðslurnar í Landsdómi eru teknar upp. Þær verða þó ekki aðgengilegar almenningi næstu áratugina. Guðni segir að til að átta sig á eðli og umfangi efnahagshrunsins þá séu við réttarhöldin að myndast dýrmætar heimildir til frekari rannsókna. „Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir eru upp í vitnastúku án milliliða," segir Guðni. Innanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við að ekki sé leyft að sjónvarpa úr dómssal. „Aðalmálið er að þessi réttarhöld fari eðlilega fram og að af þeim sé fréttaflutningur og að þau séu opin að því leyti en að öðru leyti tekur Landsdómur ákvörðun um hvernig staðið er að þessum málum," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Landsdómur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust. Landsdómur hafnaði í morgun beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis um leyfi til að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu. Þrátt fyrir að óheimilt sé samkvæmt lögum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi í sakamáli þá geta dómarar veitt undanþágur frá banninu ef sérstaklega stendur á. „Manni finnst að hafi einhvern tímann verið ástæða til þess að nýta þær þá sé það nú, ekki síst í ljósi þess að bæði saksóknari og sakborningur hafa sagt að það sé þeim að meinalausu að það sé útvarpað og sjónvarpað og áhuginn er slíkur," Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Aðeins 70 áhorfendur mega vera í dómsal og þurftu nokkrir frá að bíða eftir að komast inn í salinn eða frá að hverfa í dag. Vitnaleiðslurnar í Landsdómi eru teknar upp. Þær verða þó ekki aðgengilegar almenningi næstu áratugina. Guðni segir að til að átta sig á eðli og umfangi efnahagshrunsins þá séu við réttarhöldin að myndast dýrmætar heimildir til frekari rannsókna. „Það væri miklu öruggara að geta stuðst við frásagnir þeirra sem þarna eru leiddir eru upp í vitnastúku án milliliða," segir Guðni. Innanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við að ekki sé leyft að sjónvarpa úr dómssal. „Aðalmálið er að þessi réttarhöld fari eðlilega fram og að af þeim sé fréttaflutningur og að þau séu opin að því leyti en að öðru leyti tekur Landsdómur ákvörðun um hvernig staðið er að þessum málum," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Landsdómur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira