Innlent

Landsbankinn átti ekki nægar eignir fyrir dótturfélagið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Haarde fyrir Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun.
Geir Haarde fyrir Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun. mynd/ gva.
Landsbankinn þurfti að leggja fram eignir sem ekki voru fyrir hendi, hefði hann ætlað sér að stofna sérstakt dótturfélag um starfsemi sína í Bretland, eða svokallað Icesave reikninga. Þetta sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi í morgun.

Skýrslutaka yfir Geir hefur staðið yfir nær samfleytt frá því klukkan níu í morgun. Nú á þriðja tímanum hóf Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari að spyrja hann út í þann ákærulið sem snýr að því að hann hafi ekki fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag. Geir sagði að vel hefði verið fylgst með starfsemi Landsbankans í Bretlandi. Það hefði verið Fjármálaeftirlitið sem sá um það eftirlit.

Fyrr í skýrslutökunni sagði Geir að eftir á að hyggja hefði verið rétt að takmarka innlánssöfnunina í Hollandi. Ekki lægi ljóst fyrir af hverju Fjármálaeftirlitið gerði ekkert í því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×