Sex leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og þar ber helst að nefna frábæran sigur Lazio á Roma.
Napoli vann flottan sigur gegn Parma 2-1 á útivelli en Edinson Cavani og Ezequiel Lavezzi gerðu mörk Napoli. Cavani misnotaði eina vítaspyrnu í leiknum.
Lazio vann frábæran sigur 2-1 gegn Roma á Ólympíuleikvanginum í Róm en Anderson Hernanes og Stefano Mauri gerðu mörk Lazio í leiknum.
Lazio er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig á meðan Roma er tíu stigum á eftir með í sjötta sætinu með 38 stig. AC Milan er í efsta sæti deildarinnar með 54 stig og Juventus í því öðru með 51 stig.
Úrslit dagsins:
Parma - Napoli - 1 - 2
AS Roma - Lazio - 1 - 2
Fiorentina - Cesena - 2 - 0
Lecce - Genoa - 2 - 2
Siena - Cagliari - 3 - 0
Udinese - Atalanta - 0 - 0
Lazio bar sigur úr býtum gegn Roma | Úrslit dagsins í ítalska

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti