Handbolti

Alexander spilar mögulega um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu.
Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu. Mynd/AP
Alexander Petersson segir að það komi til greina að hann spili með Füchse Berlin á ný um helgina en hann hefur verið að glíma við meiðsli í öxl.

Alexander hefur verið að kljást við meiðslin í rúmt ár en hann hefur ekkert getað spilað síðan að Ísland mætti Slóveníu á EM í Serbíu í janúar.

Hann hefur þó sloppið við aðgerð sem hefði þýtt að tímabilið væri búið hjá honum. „Það getur verið að ég spili að minnsta kosti í vörn á sunnudaginn," sagði Alexander við þýska fjölmiðla en þá mætir Füchse Berlin liði Göppingen.

„Ég get samt enn ekki kastað vegna verkja," bætti hann við.


Tengdar fréttir

Enn mikil óvissa um öxlina hans Alexanders

Alexander Petersson segir að axlarmeiðsli sín geri það að verkum að ómögulegt sé að segja til um hvenær hann geti spilað handbolta á nýjan leik. Hann tjáir sig um meiðslin, Ólympíuleikana í London og yfirvofandi félagaskipti frá Füchse Berlin yfir í Rhein




Fleiri fréttir

Sjá meira


×