Kvennalið Aftureldingar og karlalið KA urðu í dag bikarmeistarar í blaki en úrslitaleikir Asics-bikarsins fóru þá fram í Laugardalshöllinni. Afturelding var að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil en KA-menn urðu meistarar þriðja árið í röð og í fimmta sinn alls.
Afturelding vann þarna sinn fyrsta stóran titil á sínu fyrsta tímabili. Apostol Apostolov tók við liðinu í haust og fékk til sína marga sterka leikmenn þar á meðal eiginkonu sína og dætur þeirra tvær.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leikjunum í Laugardalshöllinni í dag og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

