Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí beið lægri hlut 0-3 gegn Spánverjum í lokaleik sínum í B-riðli 2. deildar á HM í íshokkí í Suður-Kóreu í morgun. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum og hafnaði liðið í fjórða sæti af sex liðum.
Anna Sonja Ágústsdóttir var heiðruð fyrir framgöngu sína á mótinu en hún var valin besti varnarmaður keppninnar. Þjálfarar íslenska liðsins völdu Karitas Halldórsdóttur, markvörð landsliðsins, besta leikmann íslenska liðsins á mótinu.
Ísland hafði sigur gegn Belgum og Suður-Afríku, tapaði í vítakeppni gegn Suður-Kóreu en Spánverjar og Pólverjar voru einu númeri of stórir fyrir íslenska liðið.
Lokastaðan í riðlinum
1. Pólland 14 stig
2. Spánn 12 stig
3. Suður-Kórea 9 stig
4. Ísland 7 stig
5. Belgía 5 stig
6. Suður-Afríka 0 stig
Nánari upplýsingar um keppnina á heimasíðu hennar, sjá hér.
Íslensku stelpurnar lágu gegn Spánverjum | Anna Sonja valin besti varnarmaðurinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti




„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn