Beint tjón ríkisins á ábyrgð Seðlabankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2012 10:36 Andri Árnason undirbýr málflutning sinn. mynd/ gva. Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. Andri sagði að ákæruvaldið hefði ekki með neinu hætti reynt að afla gagna um það hvert beint tjón ríkisins af bankahruninu hefði verið nema með skýrslutökum af einu vitni. Það vitni var Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur hafi verið spurður um beint tjón ríkissjóðs og tjón að öðru leyti. "Í svari vitnisins fólst að hann væri að vísa til tjóns Seðlabanka Íslands. Það þurfti að leggja seðlabankanum til nýtt eigið fé vegna þess að hann hafði tapað svo miklu í svokölluðum ástarbréfaviðskiptum," sagði Andri. Andri vakti athygli á því að rannsóknarnefnd Alþingis hefði gert athugasemdir við það að Seðlabankinn hafi ekki tekið veð í bréfum viðskiptabankanna miklu fyrr. „Skýring Seðlabankans var sú að það hefði verið svo mikið vesen," sagði Andri. Þetta hafi verið haft eftir Sturlu Pálssyni, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Það beina tjón ríkisins að hafa þurft að leggja seðlabankanum til svo mikið eigið fé má allt eins rekja til Seðlabankans," sagði Steingrímur. Andri sagði að annað sem Steingrímur hefið nefnt væru minni skatttekjur vegna falls bankanna. Það væri hins vegar ekki beint tjón heldur óbeint tjón. Þá væri alveg ljóst að skatttekjur ríkissjóðs hefðu líka minnkað ef bankarnir hefðu flutt úr landi. Landsdómur Tengdar fréttir Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07 Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. Andri sagði að ákæruvaldið hefði ekki með neinu hætti reynt að afla gagna um það hvert beint tjón ríkisins af bankahruninu hefði verið nema með skýrslutökum af einu vitni. Það vitni var Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur hafi verið spurður um beint tjón ríkissjóðs og tjón að öðru leyti. "Í svari vitnisins fólst að hann væri að vísa til tjóns Seðlabanka Íslands. Það þurfti að leggja seðlabankanum til nýtt eigið fé vegna þess að hann hafði tapað svo miklu í svokölluðum ástarbréfaviðskiptum," sagði Andri. Andri vakti athygli á því að rannsóknarnefnd Alþingis hefði gert athugasemdir við það að Seðlabankinn hafi ekki tekið veð í bréfum viðskiptabankanna miklu fyrr. „Skýring Seðlabankans var sú að það hefði verið svo mikið vesen," sagði Andri. Þetta hafi verið haft eftir Sturlu Pálssyni, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Það beina tjón ríkisins að hafa þurft að leggja seðlabankanum til svo mikið eigið fé má allt eins rekja til Seðlabankans," sagði Steingrímur. Andri sagði að annað sem Steingrímur hefið nefnt væru minni skatttekjur vegna falls bankanna. Það væri hins vegar ekki beint tjón heldur óbeint tjón. Þá væri alveg ljóst að skatttekjur ríkissjóðs hefðu líka minnkað ef bankarnir hefðu flutt úr landi.
Landsdómur Tengdar fréttir Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07 Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07
Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22