Beint tjón ríkisins á ábyrgð Seðlabankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2012 10:36 Andri Árnason undirbýr málflutning sinn. mynd/ gva. Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. Andri sagði að ákæruvaldið hefði ekki með neinu hætti reynt að afla gagna um það hvert beint tjón ríkisins af bankahruninu hefði verið nema með skýrslutökum af einu vitni. Það vitni var Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur hafi verið spurður um beint tjón ríkissjóðs og tjón að öðru leyti. "Í svari vitnisins fólst að hann væri að vísa til tjóns Seðlabanka Íslands. Það þurfti að leggja seðlabankanum til nýtt eigið fé vegna þess að hann hafði tapað svo miklu í svokölluðum ástarbréfaviðskiptum," sagði Andri. Andri vakti athygli á því að rannsóknarnefnd Alþingis hefði gert athugasemdir við það að Seðlabankinn hafi ekki tekið veð í bréfum viðskiptabankanna miklu fyrr. „Skýring Seðlabankans var sú að það hefði verið svo mikið vesen," sagði Andri. Þetta hafi verið haft eftir Sturlu Pálssyni, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Það beina tjón ríkisins að hafa þurft að leggja seðlabankanum til svo mikið eigið fé má allt eins rekja til Seðlabankans," sagði Steingrímur. Andri sagði að annað sem Steingrímur hefið nefnt væru minni skatttekjur vegna falls bankanna. Það væri hins vegar ekki beint tjón heldur óbeint tjón. Þá væri alveg ljóst að skatttekjur ríkissjóðs hefðu líka minnkað ef bankarnir hefðu flutt úr landi. Landsdómur Tengdar fréttir Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07 Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. Andri sagði að ákæruvaldið hefði ekki með neinu hætti reynt að afla gagna um það hvert beint tjón ríkisins af bankahruninu hefði verið nema með skýrslutökum af einu vitni. Það vitni var Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur hafi verið spurður um beint tjón ríkissjóðs og tjón að öðru leyti. "Í svari vitnisins fólst að hann væri að vísa til tjóns Seðlabanka Íslands. Það þurfti að leggja seðlabankanum til nýtt eigið fé vegna þess að hann hafði tapað svo miklu í svokölluðum ástarbréfaviðskiptum," sagði Andri. Andri vakti athygli á því að rannsóknarnefnd Alþingis hefði gert athugasemdir við það að Seðlabankinn hafi ekki tekið veð í bréfum viðskiptabankanna miklu fyrr. „Skýring Seðlabankans var sú að það hefði verið svo mikið vesen," sagði Andri. Þetta hafi verið haft eftir Sturlu Pálssyni, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Það beina tjón ríkisins að hafa þurft að leggja seðlabankanum til svo mikið eigið fé má allt eins rekja til Seðlabankans," sagði Steingrímur. Andri sagði að annað sem Steingrímur hefið nefnt væru minni skatttekjur vegna falls bankanna. Það væri hins vegar ekki beint tjón heldur óbeint tjón. Þá væri alveg ljóst að skatttekjur ríkissjóðs hefðu líka minnkað ef bankarnir hefðu flutt úr landi.
Landsdómur Tengdar fréttir Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07 Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07
Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22