Emilía Rós Ómarsdóttu frá Skautafélagi Akureyrar vann til bronsverðlauna á listhlaupsmóti í Malmö um helgina. Níu íslenskar stelpur tóku þátt í keppninni að því er fram kemur á heimasíðu Skautasambandsins.
Emilía hlaut verðlaun sín í Springs Girls-flokknum með 26,00 stig. Mótið er hennar fyrsta á erlendri grundu og vel gert hjá henni að vinna til verðlauna.
Árangur íslensku keppendanna:
Flokkur: Advanced Novice 15 ára
18. sæti Þuríður Björg Björgvinsdóttir SR með 56,79 stig
20. sæti Guðrún Brynjólfsdóttir SA með 54,05 stig
21. sæti Hugrún Sara Maríusardóttir SR með 52,93 stig
22. sæti Þórdís Rögn Jónsdóttir SR með 49,33 stig
Flokkur: Advanced Novice 13 ára
20 sæti Sara Júlía Baldvinsdóttir SA með 52,02 stig
23 sæti Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir SA með 48,79 stig
Flokkur: Junior Ladies
12. sæti Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir SR með 73,30 stig
15. sæti Júlía Grétarsdóttir SR með 63,49 stig
16. sæti Nadía Margrét Jamchi SR með 60,88 stig
Emilía fékk brons í Svíþjóð
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
