Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2012 19:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Mörk Chelsea í kvöld skoruðu reynsluboltarnir í liðinu; Didier Drogba, John Terry, Frank Lampard og Branislav Ivanovic. Þeir hafa allir verið lengi hjá félaginu og áttu það sameiginlegt að hafa kunnað illa við sig á meðan Andre Villas-Boas var stjóri liðsins. Roberto Di Matteo hefur aftur á móti náð að kveikja neistann í Chelsea-liðinu sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans en Di Matteo var áður aðstoðarmaður Villas-Boas. Napoli situr því eftir með sárt ennið alveg eins og Inter Milan í gær. Það er því aðeins AC Milan sem tókst að komast áfram í átta liða úrslitin í ár Didier Drogba kom Chelsea í 1-0 á 29. mínútu með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ramires frá vinstri. Markið kom gegn gangi leiksins því Napoli var búið að vera sterkari aðilinn í upphafi leiksins. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik og John Terry kom Chelsea síðan í 2-0 á 48. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard. Chelsea var komið áfram ef staðan breyttist ekki. Allt breyttist þó á 55. mínútu þegar Gökhan Inler minnkaði muninn með flottu marki eftir að John Terry tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá. Napoli var komið áfram með þessum úrslitum en Chelsea þurfti nú eitt mark til að jafna og tvö til að komast áfram. Roberto di Matteo sendi Fernando Torres inn á 63. mínútu og tólf mínútum síðar fékk Chelsea víti eftir að boltinn fór í höndina á Andrea Dossena eftir skalla Branislav Ivanovic. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítinu. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu framlengingarinnar en það var Branislav Ivanovic sem tókst loksins að skora á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Didier Drogba gerði vel í að leggja boltann á Ivanovic sem skoraði með öruggu skoti. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Mörk Chelsea í kvöld skoruðu reynsluboltarnir í liðinu; Didier Drogba, John Terry, Frank Lampard og Branislav Ivanovic. Þeir hafa allir verið lengi hjá félaginu og áttu það sameiginlegt að hafa kunnað illa við sig á meðan Andre Villas-Boas var stjóri liðsins. Roberto Di Matteo hefur aftur á móti náð að kveikja neistann í Chelsea-liðinu sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans en Di Matteo var áður aðstoðarmaður Villas-Boas. Napoli situr því eftir með sárt ennið alveg eins og Inter Milan í gær. Það er því aðeins AC Milan sem tókst að komast áfram í átta liða úrslitin í ár Didier Drogba kom Chelsea í 1-0 á 29. mínútu með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ramires frá vinstri. Markið kom gegn gangi leiksins því Napoli var búið að vera sterkari aðilinn í upphafi leiksins. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik og John Terry kom Chelsea síðan í 2-0 á 48. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard. Chelsea var komið áfram ef staðan breyttist ekki. Allt breyttist þó á 55. mínútu þegar Gökhan Inler minnkaði muninn með flottu marki eftir að John Terry tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá. Napoli var komið áfram með þessum úrslitum en Chelsea þurfti nú eitt mark til að jafna og tvö til að komast áfram. Roberto di Matteo sendi Fernando Torres inn á 63. mínútu og tólf mínútum síðar fékk Chelsea víti eftir að boltinn fór í höndina á Andrea Dossena eftir skalla Branislav Ivanovic. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítinu. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu framlengingarinnar en það var Branislav Ivanovic sem tókst loksins að skora á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Didier Drogba gerði vel í að leggja boltann á Ivanovic sem skoraði með öruggu skoti.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira