Eigandi og stjórnandi Force India, Vijay Mallya, segist búast við harðri baráttu milli ökumannana liðsins í ár. Paul di Resta og Nico Hulkenberg hafa báðir ekið í 19 mótum í Formúlu 1 og eru liðsfélagar hjá Force India í ár.
"Ég er mjög spenntur fyrir ökumönnunum okkar," sagði hann. "Nico og Paul eru báðir ungir, hungraðir og munu reyna að kreista hvað sem úr bílnum til að hafa yfirhöndina. Ég held að til framtíðar litið sé það mjög gott að hafa innbyrgðis keppni."
Mallya fullyrti að nýji VJM05 bíllinn sem liðið kemur til með að nota í sumar sé sá besti sem liðið hefur framleitt. "Ég held að þetta sé tækið sem hjálpar okkur að taka næsta skref."
Vijay Mallya býst við harðri baráttu innan Force India
