Justin Rose landaði fjórða PGA titlinum | Tiger hætti vegna meiðsla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 08:00 Justin Rose tekur vafalítið vænt stökk upp heimslistann eftir sigurinn í gær. Nordic Photos / AFP Englendingurinn Justin Rose vann WGC-Cadillac mótið í golfi í Flórída í gær en mótið er hluti af PGA mótaröðinni vestanhafs. Rose lék hringina fjóra samanlagt á sextán höggum undir pari. Rose var þremur höggum á eftir Bandaríkjamanninum Bubba Watson fyrir lokahringinn í gær. Eftir fugl á fyrstu holu dagsins fataðist Watson flugið og fékk meðal annars þrjá skolla í röð á fyrri níu. Spennan var mikil á lokaholunum en Rose spilaði í holli á undan Watson. Svo fór að Watson tókst ekki að setja niður þriggja metra pútt á 18. holu til að jafna Rose sem fagnaði sigri. „Ég hef lagt hart að mér að undanförnu. Sigrar sem þessi gera þetta allt þess virði," sagði Rose. Hann sagði alltaf þægilegt að vera einu holli á undan forystusauðunum á lokahringnum. Rose, sem er sem stendur í 22. sæti heimslistans, hefur nú unnið fjögur PGA-mót á ferli sínum og jafnað þar með landa sína Tony Jacklin og Luke Donald. Nick Faldo er eini Englendingurinn sem er sigursællien hann vann níu PGA-mót á ferli sínum. Efsti maður heimslistans, hinn 22 ára gamli Rory McIlroy, spilaði frábært golf á lokahringnum en það dugði ekki til. Norður-Írinn lék lokahringinn á fimm höggum undir pari og fjórtán undir samanlagt. McIlroy ætlar að taka sér þriggja vikna hlé frá keppni í undirbúningi sínum fyrir Masters-mótið. Keppt verður á Augusta-vellinum í Georgíu fyrstu helgina í apríl. Tiger Woods heltist úr lestinni á 11. holu þegar hann pakkaði saman vegna meiðsla á hásin. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose vann WGC-Cadillac mótið í golfi í Flórída í gær en mótið er hluti af PGA mótaröðinni vestanhafs. Rose lék hringina fjóra samanlagt á sextán höggum undir pari. Rose var þremur höggum á eftir Bandaríkjamanninum Bubba Watson fyrir lokahringinn í gær. Eftir fugl á fyrstu holu dagsins fataðist Watson flugið og fékk meðal annars þrjá skolla í röð á fyrri níu. Spennan var mikil á lokaholunum en Rose spilaði í holli á undan Watson. Svo fór að Watson tókst ekki að setja niður þriggja metra pútt á 18. holu til að jafna Rose sem fagnaði sigri. „Ég hef lagt hart að mér að undanförnu. Sigrar sem þessi gera þetta allt þess virði," sagði Rose. Hann sagði alltaf þægilegt að vera einu holli á undan forystusauðunum á lokahringnum. Rose, sem er sem stendur í 22. sæti heimslistans, hefur nú unnið fjögur PGA-mót á ferli sínum og jafnað þar með landa sína Tony Jacklin og Luke Donald. Nick Faldo er eini Englendingurinn sem er sigursællien hann vann níu PGA-mót á ferli sínum. Efsti maður heimslistans, hinn 22 ára gamli Rory McIlroy, spilaði frábært golf á lokahringnum en það dugði ekki til. Norður-Írinn lék lokahringinn á fimm höggum undir pari og fjórtán undir samanlagt. McIlroy ætlar að taka sér þriggja vikna hlé frá keppni í undirbúningi sínum fyrir Masters-mótið. Keppt verður á Augusta-vellinum í Georgíu fyrstu helgina í apríl. Tiger Woods heltist úr lestinni á 11. holu þegar hann pakkaði saman vegna meiðsla á hásin.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira