Sport

Thelma Rut og Róbert Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum

Thelma Rut leikur hér listir sínar í dag.
Thelma Rut leikur hér listir sínar í dag. mynd/daníel
Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram í íþróttahúsi Ármanns í Laugardalnum í dag. Keppt var í bæði karla- og kvennaflokki í frjálsum æfingum ásamt unglingaflokkum karla og kvenna.

Íslandsmeistari í kvennaflokki var Thelma Rut Hermannsdóttir. Þetta er þriðja árið í röð sem hún vinnir. Hún var með 46 stig en í öðru sæti með 44,95 stig var Tinna Óðinsdóttir. Í þriðja sæti með 44,2 stig var Norma Dögg Róbertsdóttir, þær eru allar í Gerplu.

Íslandsmeistari í karlaflokki var Róbert Kristmannsson með 75,45 stig, en þetta er í fyrsta skiptið sem hann sigrar mótið, en bróðir hans Viktor hefur verið sigursæll síðustu ár. Í öðru sæti með 32,5 stig var Pálmi Rafn Steinþórsson, þeir eru báðir í Gerplu.

Í unglingaflokki kvenna var það Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir sem sigraði með 44,95 stig og hún kemur úr Gerplu. Í öðru sæti með 44,3 stig var Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir úr Björk. Í þriðja sæti var svo Katrín Myrra Þrastardóttir með 42,65 stig úr Ármanni.

Í unglingaflokki karla var það Sigurður Andrés Sigurðsson úr Ármanni sem sigraði með 68,8 stig. Í öðru sæti var Eyþór Örn Baldursson með 67,3 stig og í þriðja sæti með 63,6 stig var Hróbjartur Pálmar Hilmarsson, þeir eru báðir í Gerplu.

Keppni heldur svo áfram á morgun þegar keppt verður til úrslita á einstökum áhöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×