Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Magdeburg eru orðnir þreyttir á markaleysi liðsins í vetur og hafa nú ákveðið að hjálpa liðinu við að skora.
Hvernig gera þeir það? Jú, þeir nota stórar örvar til þess að benda leikmönnum liðsins á nákvæmlega hvar markið sé á vellinum.
Magdeburg hefur aðeins skoraði 16 mörk í 25 leikjum í vetur og þar af hafði liðið ekki skorað í fimm leikjum í röð þegar stuðningsmennirnir tóku til sinna ráða.
Það dugði til því Magdeburg skoraði loksins í þessum leik en tapaði samt, 2-1.
Strákar, markið er þarna!
Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

