Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 12:28 Luciano Spalletti er fullur af hugmyndum um hvernig Juventus getur rétt gengi sitt af. Image Photo Agency/Getty Images Agnelli fjölskyldan, sem á meirihluta í ítalska fótboltaliðinu Juventus, hafnaði kauptilboði frá rafmyntafyrirtækinu Tether. Nú segir þjálfarinn Luciano Spalletti komið að leikmönnum að sanna skuldbindingu sína gagnvart félaginu. Tether bauðst til að staðgreiða 65,4 prósenta hlut Agnelli fjölskyldunnar í Juventus, fyrir upphæð sem talin er vera um 1,1 milljarður punda. Agnelli fjölskyldan hafnaði tilboðinu. „Juve hefur verið hluti af fjölskyldunni í 102 ár“ sagði í myndbandi sem birtist á heimasíðu Juventus. „Juve, er líka hluti af miklu, miklu stærri fjölskyldu. Svarthvíta fjölskyldan sem samanstendur af milljónum aðdáenda á Ítalíu og út um allan heim, sem elska Juve eins og ástvini“ sagði einnig í myndbandinu. John Elkann: “La Juventus, la nostra storia, i nostri valori non sono in vendita” pic.twitter.com/K7ORlLF5Ds— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Juventus vann ítölsku úrvalsdeildinni í níunda sinn í röð árið 2020 en hefur síðan ekkert tekið þátt í titilbaráttu. Napoli ásamt Mílanóliðunum Inter og AC hafa tekið yfir ítalska boltann og Juventus hefur dregist aftur úr. Liðið hefur skipt fimm sinnum um þjálfara síðan 2020 og síðast í október, þegar Luciano Spalletti tók við störfum. „Þó ég hafi bara verið hér í stuttan tíma tel ég mig geta talað fyrir hönd allra hjá félaginu. Við njótum góðs af styrknum og ástríðunni sem fjölskyldan hefur sýnt þessu félagi. Nú er skýrt að það er komið að okkur að sýna sömu skuldbindingu“ sagði Spalletti á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bologna í dag. ⏰ | La conferenza stampa di mister Luciano Spalletti di presentazione del match di domani in trasferta 📺 #BolognaJuveSeguila LIVE su https://t.co/0WCF8MLxif: registrati gratuitamente sul nostro sito 🔗 https://t.co/rDSV3vO1op pic.twitter.com/3Zt0N2PFjS— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum undir hans stjórn en getur með sigri í dag komist upp fyrir Bologna í fimmta sæti deildarinnar. „Enginn getur sagt mér að þessir leikmenn séu ekki nógu góðir. Þvert á móti, það eru önnur vandamál sem við verðum að yfirstíga. Ég tók við starfinu því ég hafði trú á þeim. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og veit að það verður ekki auðvelt, en ég er heltekinn af hugmyndum um hvernig á að breyta og bæta“ sagði Spalletti einnig. Ítalski boltinn Rafmyntir og sýndareignir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
Tether bauðst til að staðgreiða 65,4 prósenta hlut Agnelli fjölskyldunnar í Juventus, fyrir upphæð sem talin er vera um 1,1 milljarður punda. Agnelli fjölskyldan hafnaði tilboðinu. „Juve hefur verið hluti af fjölskyldunni í 102 ár“ sagði í myndbandi sem birtist á heimasíðu Juventus. „Juve, er líka hluti af miklu, miklu stærri fjölskyldu. Svarthvíta fjölskyldan sem samanstendur af milljónum aðdáenda á Ítalíu og út um allan heim, sem elska Juve eins og ástvini“ sagði einnig í myndbandinu. John Elkann: “La Juventus, la nostra storia, i nostri valori non sono in vendita” pic.twitter.com/K7ORlLF5Ds— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Juventus vann ítölsku úrvalsdeildinni í níunda sinn í röð árið 2020 en hefur síðan ekkert tekið þátt í titilbaráttu. Napoli ásamt Mílanóliðunum Inter og AC hafa tekið yfir ítalska boltann og Juventus hefur dregist aftur úr. Liðið hefur skipt fimm sinnum um þjálfara síðan 2020 og síðast í október, þegar Luciano Spalletti tók við störfum. „Þó ég hafi bara verið hér í stuttan tíma tel ég mig geta talað fyrir hönd allra hjá félaginu. Við njótum góðs af styrknum og ástríðunni sem fjölskyldan hefur sýnt þessu félagi. Nú er skýrt að það er komið að okkur að sýna sömu skuldbindingu“ sagði Spalletti á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bologna í dag. ⏰ | La conferenza stampa di mister Luciano Spalletti di presentazione del match di domani in trasferta 📺 #BolognaJuveSeguila LIVE su https://t.co/0WCF8MLxif: registrati gratuitamente sul nostro sito 🔗 https://t.co/rDSV3vO1op pic.twitter.com/3Zt0N2PFjS— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum undir hans stjórn en getur með sigri í dag komist upp fyrir Bologna í fimmta sæti deildarinnar. „Enginn getur sagt mér að þessir leikmenn séu ekki nógu góðir. Þvert á móti, það eru önnur vandamál sem við verðum að yfirstíga. Ég tók við starfinu því ég hafði trú á þeim. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og veit að það verður ekki auðvelt, en ég er heltekinn af hugmyndum um hvernig á að breyta og bæta“ sagði Spalletti einnig.
Ítalski boltinn Rafmyntir og sýndareignir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira