Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi Stefán Hirst Friðriksson skrifar 25. mars 2012 15:00 Björn Bergmann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfleikana en hann er hálfbróðir Jóhannesar Karls, Bjarna og Þórðar Guðjónssonar. nordic photos/ghetty images Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, var óánægður með leik sinna manna i jafnteflinu við nýliða Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss, fór fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson eftir leik. Haglund var ánægður með sinn mann og sagði hann sennilega ekki verða mikið lengur í norsku deildinni. „Á stórum köflum í leikjum er hann stórkostlegur. Hann er frábær leikmaður og getum við vonandi haldið honum sem lengst innan okkar raða. Það mun eitthvert stórt lið sækjast eftir þjónustu hann fyrr en síðar og getum við ekkert gert í því. Það er enginn leikmaður í Skandinavíu, tuttugu og þriggja ára og yngri sem kemst í hálfkvist við Björn Bergmann," sagði Haglund í samtali við Nettavisen. Kristján Örn tók í sama streng og sagði hann að Björn ætti eftir að ná langt í boltanum. „Hann er ennþá mjög ungur en hann er virkilega hæfileikaríkur. Hann hefur allt til alls til þess að ná langt," sagði Kristján Örn. Heldur sér á jörðinni þrátt fyrir áhuga stórliðaSögusagnir voru á lofti í vikunni um að ítölsku stórliðin Juventus, Inter og AC Milan væru að fylgjast með Birni Bergmann. Hann tekur þó slíkum sögusögnum með fyrirvara en segir þær vissulega spennandi. „Strákarnir í liðinu sögðu mér frá þessu. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í fótboltanum þannig að maður veit ekki hversu mikið er að marka þetta. En það væri vissulega frábært ef þeir væru að skoða mig þar sem þetta eru lið á heimsmælikvarða," sagði Björn Bergmann. „Ég er ekkert að flýta mér að komast að hjá einhverju stórliði. Ég reyni bara að gera mitt besta fyrir Lillestrøm og er það ómögulegt að segja hvenær ég tek næsta skrefið á ferlinum," bætti Björn við. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að að mínum eigin leik og ég þyrfti ég að fara að skora fleiri mörk. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur við að setja boltann í netið og ætla ég að bæta það," sagði Björn Bergmann að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, var óánægður með leik sinna manna i jafnteflinu við nýliða Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss, fór fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson eftir leik. Haglund var ánægður með sinn mann og sagði hann sennilega ekki verða mikið lengur í norsku deildinni. „Á stórum köflum í leikjum er hann stórkostlegur. Hann er frábær leikmaður og getum við vonandi haldið honum sem lengst innan okkar raða. Það mun eitthvert stórt lið sækjast eftir þjónustu hann fyrr en síðar og getum við ekkert gert í því. Það er enginn leikmaður í Skandinavíu, tuttugu og þriggja ára og yngri sem kemst í hálfkvist við Björn Bergmann," sagði Haglund í samtali við Nettavisen. Kristján Örn tók í sama streng og sagði hann að Björn ætti eftir að ná langt í boltanum. „Hann er ennþá mjög ungur en hann er virkilega hæfileikaríkur. Hann hefur allt til alls til þess að ná langt," sagði Kristján Örn. Heldur sér á jörðinni þrátt fyrir áhuga stórliðaSögusagnir voru á lofti í vikunni um að ítölsku stórliðin Juventus, Inter og AC Milan væru að fylgjast með Birni Bergmann. Hann tekur þó slíkum sögusögnum með fyrirvara en segir þær vissulega spennandi. „Strákarnir í liðinu sögðu mér frá þessu. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í fótboltanum þannig að maður veit ekki hversu mikið er að marka þetta. En það væri vissulega frábært ef þeir væru að skoða mig þar sem þetta eru lið á heimsmælikvarða," sagði Björn Bergmann. „Ég er ekkert að flýta mér að komast að hjá einhverju stórliði. Ég reyni bara að gera mitt besta fyrir Lillestrøm og er það ómögulegt að segja hvenær ég tek næsta skrefið á ferlinum," bætti Björn við. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að að mínum eigin leik og ég þyrfti ég að fara að skora fleiri mörk. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur við að setja boltann í netið og ætla ég að bæta það," sagði Björn Bergmann að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15