Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-19 Elvar Geir Magnússon skrifar 23. mars 2012 14:29 Mynd/Elvis Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK. Þetta er þriðji titill Hauka á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Leikurinn í Schenkerhöllinni í kvöld var mjög sérstakur. Haukaliðið var eins og svart og hvítt eftir hálfleikjum. Í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur í faginu en sýndu karakter í seinni hálfleik og unnu á endanum 21-19. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, er vanur stórleikjum. Hann á stóran þátt í því að Haukar náðu að snúa leiknum við. Varði á mikilvægum augnablikum og dreif sína menn áfram. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum pirringi hjá heimamönnum og værukærð en eins og í góðu ævintýri endaði þetta með því að bikarinn fór á loft.Birkir Ívar: Glaður á bekknum meðan Aron ver 20 bolta í leik "Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna titla, þetta var verðskuldað þar að auki," sagði Birkir Ívar eftir leikinn "Við höfum lagt hart að okkur í vetur og það hefur verið stígandi í flestum aðgerðum. Þetta var mjög erfiður leikur í dag en ég er mjög ánægður með viljann og karakterinn sem menn sýndu í seinni hálfleik til að klára dæmið." "Það er gott að geta komið með eitthvað jákvætt í leikinn. Ég er með frábæran félaga em hefur staðið sig vel í vetur, Aron Rafn, og ég skal glaður sitja á bekknum ef hann heldur áfram að verja 20 bolta í leik."Aron Kristjáns: Töluðum íslensku í hálfleik "Þetta var mjög erfiður leikur og við komum skakkt inn í hann. Það spilaði margt saman, vafaatriði í dómgæslunni fóru á móti okkur og við fengum hraðaupphlaup í bakið. Afturelding er með baráttuglatt lið," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. "Liðið sýndi svakalegan karakter í seinni hálfleik. Birkir Ívar kom inn sem sannur fyrirliði og spilaði frábærlega. Hann reif félaga sína áfram. Við töluðum saman íslensku í hálfleik og menn rifu sig upp af rassgatinu í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Sjá meira
Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK. Þetta er þriðji titill Hauka á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Leikurinn í Schenkerhöllinni í kvöld var mjög sérstakur. Haukaliðið var eins og svart og hvítt eftir hálfleikjum. Í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur í faginu en sýndu karakter í seinni hálfleik og unnu á endanum 21-19. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, er vanur stórleikjum. Hann á stóran þátt í því að Haukar náðu að snúa leiknum við. Varði á mikilvægum augnablikum og dreif sína menn áfram. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum pirringi hjá heimamönnum og værukærð en eins og í góðu ævintýri endaði þetta með því að bikarinn fór á loft.Birkir Ívar: Glaður á bekknum meðan Aron ver 20 bolta í leik "Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna titla, þetta var verðskuldað þar að auki," sagði Birkir Ívar eftir leikinn "Við höfum lagt hart að okkur í vetur og það hefur verið stígandi í flestum aðgerðum. Þetta var mjög erfiður leikur í dag en ég er mjög ánægður með viljann og karakterinn sem menn sýndu í seinni hálfleik til að klára dæmið." "Það er gott að geta komið með eitthvað jákvætt í leikinn. Ég er með frábæran félaga em hefur staðið sig vel í vetur, Aron Rafn, og ég skal glaður sitja á bekknum ef hann heldur áfram að verja 20 bolta í leik."Aron Kristjáns: Töluðum íslensku í hálfleik "Þetta var mjög erfiður leikur og við komum skakkt inn í hann. Það spilaði margt saman, vafaatriði í dómgæslunni fóru á móti okkur og við fengum hraðaupphlaup í bakið. Afturelding er með baráttuglatt lið," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. "Liðið sýndi svakalegan karakter í seinni hálfleik. Birkir Ívar kom inn sem sannur fyrirliði og spilaði frábærlega. Hann reif félaga sína áfram. Við töluðum saman íslensku í hálfleik og menn rifu sig upp af rassgatinu í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Sjá meira