Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni.
Mourinho var rekinn upp í stúku fyrir að mótmæla eftir að Marcos Senna jafnaði metin á 83. mínútu leiksins en Cristiano Ronaldo kom Real Madrid í 1-0 á 62. mínútu. Mourinho lét ekki bara dómarann heyra það því hann blótaði framan í spænsku þjóðina þegar hann gekk framhjá sjónvarpsmyndavél á vellinum.
„Til helvítis með ykkur hóruungar," öskraði Jose Mourinho framan í myndavélina og ljótt orðbragð hans barst því beint inn stofu þeirra landsmanna sem voru að horfa á leikinn.
Jose Mourinho gæti átt yfir höfði sér langt bann vegna þessarar hegðunar sinnar en auk þess eru Sergio Ramos og Mesut Ozil á leið í bann fyrir rauðu spjöldin sín í gær og þá er vandræðabarnið Pepe í vandræðum fyrir að drulla yfir dómarann í leikslok.
Real Madrid hefur tapað fjórum stigum í síðustu tveimur deildarleikjum sínum og því munar aðeins sex stigum á þeim og Barcelona. Fjarvera lykilmanna og þjálfarans ættu bara að auka líkurnar á því að Real-liðið tapi fleiri stigum á næstunni.
Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans
Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti



Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
