Önnur umferð: Malasíski kappaksturinn 2012 Birgir Þór Harðarson skrifar 22. mars 2012 16:45 Formúla 1 stoppar næst á Sepang-brautinni í Malasíu, 60 kílómetra frá höfuðborginni Kuala Lumpur. Á þessari sérbyggðu braut hefur verið keppt síðan hún var opnuð árið 1999. Sepang brautin er fyrsta F1 brautin sem Hermann Tilke hannaði frá grunni. Sá fékk síðar að hanna sjö aðrar brautir sem keppt verður á í Formúlu 1 í ár. Brautir Tilke hafa reynst mjög vel því þær eru alla jafna mjög hraðar en geyma nokkrar mjög hægar beygjur. Það getur því oft verið snúið fyrir ökumenn að stilla bíla sína rétt fyrir kappakstur. Þannig er því líka farið í Malasíu. Ökumenn hafa í vikunni talað um að þeir muni þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir fórni dekkjunum eða hraða. Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins, sagðist þurfa að einblína á dekkin í keppninni. "Það verður örugglega ekki auðveldara að fara vel með dekkin hér," sagði Nico. "Það gæti þýtt að ég verði að fórna tímatökuhraða." Vegna þess hversu hröð brautin er, með háhraðabeygjur í bland við langa beina og hraða kafla, skiptir loftflæðið um bílana gríðarlegu máli. Liðin munu reyna að stilla bílunum þannig upp að þeir hámarki veggripið án þess að fórna hraðanum. Brautin er mjög tæknileg fyrir ökumenn að aka og krefst hámarks einbeitingar allstaðar. Beygja 1 og 14 eru taldar mikilvægastar. Í beygju 1, sem heimamenn kalla Pangkor Laut, einbeita ökumenn sér að því að koma bílnum á réttan stað fyrir næstu beygju sem jafnframt er sú hægasta í mótinu. Pangkor Laut er löng og aflíðandi sem kreppist í lokin. Aðkoman að beygju 14 er flókin. Ökumenn bremsa inn í beygjuna um leið og þeir eru hálfnaðir með beygjuna á undan, sem er aflíðandi og hröð. Mikilvægt er að koma rétt inn í beygjuna því á eftir beygju 14 er mjög langur beinn kafli sem mikilvægt er að nota til hins ítrasta.DRS svæði: Á ráskaflanum fyrir beygju 1. Mælingin fer fram rétt fyrir beygju 15.Dekkjagerðir í boði: Hörð (prime) og meðal (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Jenson Button - McLaren 3. Nick Heidfeld - Renault Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 02:00 Æfing 1 06:00 Æfing 2Laugardagur: 04:55 Æfing 3 07:50 Tímataka 11:45 Tímataka (endursýnt)Sunnudagur: 07:45 Malasíski kappaksturinn 14:00 Kappaksturinn (endursýnt) Staðan í titilbaráttunni eftir eina umferðÖkumenn 1. Jenson Button - 25 stig 2. Sebastian Vettel - 18 3. Lewis Hamilton - 15 4. Mark Webber - 12 5. Fernando Alonso - 10 6. Kamui Kobayashi - 8 7. Kimi Raikkönen - 6 8. Sergio Perez - 4 9. Daniel Ricciardo - 2 10. Paul di Resta - 1 Bílasmiðir 1. McLaren - 40 stig 2. Red Bull - 30 3. Sauber - 12 4. Ferrari - 10 5. Lotus - 6 6. Toro Rosso - 2 7. Force India - 1 Formúla Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúla 1 stoppar næst á Sepang-brautinni í Malasíu, 60 kílómetra frá höfuðborginni Kuala Lumpur. Á þessari sérbyggðu braut hefur verið keppt síðan hún var opnuð árið 1999. Sepang brautin er fyrsta F1 brautin sem Hermann Tilke hannaði frá grunni. Sá fékk síðar að hanna sjö aðrar brautir sem keppt verður á í Formúlu 1 í ár. Brautir Tilke hafa reynst mjög vel því þær eru alla jafna mjög hraðar en geyma nokkrar mjög hægar beygjur. Það getur því oft verið snúið fyrir ökumenn að stilla bíla sína rétt fyrir kappakstur. Þannig er því líka farið í Malasíu. Ökumenn hafa í vikunni talað um að þeir muni þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir fórni dekkjunum eða hraða. Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins, sagðist þurfa að einblína á dekkin í keppninni. "Það verður örugglega ekki auðveldara að fara vel með dekkin hér," sagði Nico. "Það gæti þýtt að ég verði að fórna tímatökuhraða." Vegna þess hversu hröð brautin er, með háhraðabeygjur í bland við langa beina og hraða kafla, skiptir loftflæðið um bílana gríðarlegu máli. Liðin munu reyna að stilla bílunum þannig upp að þeir hámarki veggripið án þess að fórna hraðanum. Brautin er mjög tæknileg fyrir ökumenn að aka og krefst hámarks einbeitingar allstaðar. Beygja 1 og 14 eru taldar mikilvægastar. Í beygju 1, sem heimamenn kalla Pangkor Laut, einbeita ökumenn sér að því að koma bílnum á réttan stað fyrir næstu beygju sem jafnframt er sú hægasta í mótinu. Pangkor Laut er löng og aflíðandi sem kreppist í lokin. Aðkoman að beygju 14 er flókin. Ökumenn bremsa inn í beygjuna um leið og þeir eru hálfnaðir með beygjuna á undan, sem er aflíðandi og hröð. Mikilvægt er að koma rétt inn í beygjuna því á eftir beygju 14 er mjög langur beinn kafli sem mikilvægt er að nota til hins ítrasta.DRS svæði: Á ráskaflanum fyrir beygju 1. Mælingin fer fram rétt fyrir beygju 15.Dekkjagerðir í boði: Hörð (prime) og meðal (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Jenson Button - McLaren 3. Nick Heidfeld - Renault Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 02:00 Æfing 1 06:00 Æfing 2Laugardagur: 04:55 Æfing 3 07:50 Tímataka 11:45 Tímataka (endursýnt)Sunnudagur: 07:45 Malasíski kappaksturinn 14:00 Kappaksturinn (endursýnt) Staðan í titilbaráttunni eftir eina umferðÖkumenn 1. Jenson Button - 25 stig 2. Sebastian Vettel - 18 3. Lewis Hamilton - 15 4. Mark Webber - 12 5. Fernando Alonso - 10 6. Kamui Kobayashi - 8 7. Kimi Raikkönen - 6 8. Sergio Perez - 4 9. Daniel Ricciardo - 2 10. Paul di Resta - 1 Bílasmiðir 1. McLaren - 40 stig 2. Red Bull - 30 3. Sauber - 12 4. Ferrari - 10 5. Lotus - 6 6. Toro Rosso - 2 7. Force India - 1
Formúla Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira