Fótbolti

Valdano: Maradona var meiri listamaður á vellinum en Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona og Lionel Messi.
Diego Maradona og Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jorge Valdano, fyrrum liðsfélagi Diego Maradona í argentínska landsliðinu, bar saman argentínsku snillingana Diego Maradona og Lionel Messi í viðtali í spænsku blaði í morgun. Mmargir hafa lýst því yfir að Messi sé orðinn besti knattspyrnumaður sögunnar þótt að hann sé enn bara 24 ára gamall.

„Við erum að dæma Maradona miðað við allan hans feril en Messi er enn bara 24 ára gamall. Sú staðreynd að við séum að bera þá saman er virðingarvottur við Messi," sagði Jorge Valdano við Sport-blaðið á Spáni.

„Ef ég á að nefna það sem er ólíkt með þeim þá var Maradona meiri listamaður á vellinum en Messi. Maradona var með einstakan og fallegan leikstíl. Messi er aftur á móti árangursríkari og stöðugri leikmaður. Hann er hættulegur í hvert skipti sem hann fær boltann," sagði Valdano sem varð heimsmeistari með Maradona árið 1986.

„Ef Messi heldur áfram á þessari braut þá mun hann fara fram úr öllum, meira að segja Pele," bætti Valdano síðan við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×