Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska.
Eins og greint hefur verið frá á Ferrari í miklu basli með bíl sinn í ár. Nýjasta árgerð þess rauða hefur alls ekki reynst nógu góður. Alonso býst því ekki við auðveldara móti í Malasíu.
"Í Malasíu munum við aftur þurfa að verjast í kappakstrinum," lét Alonso hafa eftir sér á vefsíðu Ferrari. "Það er ekki við neinu öðru að búast því engar uppfærslur verða á bílnum frá því í Melbourne."
Alonso lauk kappakstrinum í Ástralíu í fimmta sæti eftir að hafa haldið Pastor Maldonado á Williams bíl fyrir aftan sig síðasta þriðjung keppninar.
Þá mun liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, fá nýjan bíl til umráða í Malasíu. Liðið mun senda þann sem Massa notaði í Ástralíu aftur til Ítalíu svo hægt sé að rannsaka hvað olli virkilega slökum árangri hans í Melbourne.
