Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri gerði 2-2 jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í kvöld. Íslensku strákarnir jöfnuðu leikinn í tvígang en leikið var á Cappielow Park í Greenock í Skotlandi.
Eftir markalausan fyrri hálfleik var boðið upp á mörk í þeim síðari. Marcus Mathiasen kom Dönum yfir á 42. mínútu en Daði Bergsson, leikmaður Þróttar, jafnaði fimm mínútum síðar.
Marcus Mathiasen var aftur á ferðinni á 55. mínútu og kom Dönum yfir og stefndi allt í danskan sigur. Gunnar Guðmundsson, þjálfari Íslands, gerði þrjár breytingar á liðinu tíu mínútum fyrir leikslok. Ein þeirra var innkoma Gunnlaugs Birgissonar, leikmanns Breiðabliks, sem skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga fimm mínútum fyrir leikslok.
Í hinum leik riðilsins lögðu Skotar, sem leika á heimavelli, landslið Litháa 1-0. Heimamenn leiða því riðilinn með 3 stig, Danir og Íslendingar hafa 1 stig en Litháar án stiga.
Næsti leikur Íslands er gegn Skotum á fimmtudag. Síðasti leikurinn er gegn Litháum á sunnudag.
Leikmenn Íslands í kvöld
Fannar Hafsteinsson (markvörður)
Adam Örn Arnarson
(72. Ingiberg Ólafur Jónsson)
Ósvald Traustason
Orri Sigurður Ómarsson
Hjörtur Hermannsson (fyrirliði)
Emil Ásmundsson
Oliver Sigurjónsson
(72. Gunnlaugur Birgisson)
Stefán Þór Pálsson
Kristján Flóki Finnbogason
Páll Þorsteinsson
(71. Ævar Jóhannesson)
Íslensku strákarnir fengu stig gegn Dönum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn