Sport

Óðinn Björn fer á ÓL í London

Það fjölgaði í íslenska Ólympíuhópnum í kvöld þegar kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH tryggði sér farseðilinn til London.

Óðinn kastaði kúlunni 20,22 metra á móti í Hafnarfirði en Ólympíu-lágmarkið er 20 metrar. Óðni hafði ekki áður tekist að varpa kúlunni yfir 20 metra og átti best 19,84 metra.

Það er nú ljóst að Ísland mun eiga að minnsta kosti þrjá frjálsíþróttamenn á leikunum í sumar en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir og maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson höfðu þegar tryggt sér farseðilinn til London.

Hér að ofan má sjá myndskeið af kasti Óðins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×