Handbolti

Auðvelt hjá AG | Bjerringbro skellti Viborg

Guðjón Valur skoraði fimm mörk. Hann fagnar hér með félögum sínum inn í klefa eftir leik í dag.
Guðjón Valur skoraði fimm mörk. Hann fagnar hér með félögum sínum inn í klefa eftir leik í dag. mynd/ag
Danmerkurmeistarar AG frá Kaupmannahöfn gefa ekkert eftir í slagnum um danska meistaratitilinn og unnu sannfærandi sigur, 31-25, á Skjern í úrslitakeppninni í dag.

Í úrslitakeppninni í Danmörku er leikið í tveim riðlum og sigurvegarar riðlanna mætast í úrslitum um titilinn.

AG er á toppi síns riðils með fullt hús og fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir spili til úrslita um titilinn annað árið í röð.

Mikkel Hansen var markahæstur í liði AG með 8 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson 3 og Arnór Atlason 2.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði svo eitt mark fyrir Bjerringbro-Silkeborg sem valtaði yfir Viborg, 29-19. Bjerringbro er í öðru sæti hins riðilsins, stigi á eftir Álaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×