Handbolti

Umfjöllun: Króatía - Ísland 31-28

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Íslenska landsliðið í handbolta endaði í öðru sæti í sínum riðli eftir þriggja marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum í Króatíu í dag. Króatar voru með frumkvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu og unnu nokkuð öruggan sigur.

Króatar náðu mest sjö marka forskoti í seinni hálfleik en íslensku strákarnir hættu aldrei og tókst að minnka muninn í lokin ekki síst vegna góðrar markvörslu Hreiðars Levý Guðmundssonar.

Ísland lék án Ólafs Stefánssonar og Aron Pálmarssonar í þessum leik en yngri og óreyndari leikmenn fengu að spreyta sig heilmikið í þessum leik. Það er vonandi að sú reynsla komi sér vel í framtíðinni enda var íslenska liðið að spila fyrir framan troðfulla höll af Króötum.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu en fór illa með nokkur mjög góð færi. Guðjón Valur klikkaði meðal annars á tveimur vítum en alls vörðu markverðir Króata fjögur víti frá íslensku strákunum í þessum leik. Guðjón Valur skoraði engu að síður mörg flott mörk þar á meðal tvö frábær sirkusmörk.

Hér fyrir má sjá boltavakt Vísis og Fréttablaðsins frá leiknum en það sést allt það helsta sem gerðist í leiknum og það í tímaröð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×