Masters 2012: Westwood með eins höggs forskot | Tiger á pari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2012 00:01 Westwood fann sig vel á Augusta-vellinum í dag. Nordic Photos / Getty Englendingurinn Lee Westwood spilaði manna best á fyrsta degi Masters-mótsins í golfi á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Westwood lauk leik á fimm höggum undir pari. Englendingurinn 38 ára kannast ágætlega við tilfinninguna að hafa forystuna á Masters. Hann leiddi fyrir lokadaginn árið 2010 en ótrúleg spilamennska Phil Mickelson á lokahringnum kom í veg fyrir að Westwood landaði sínum fyrsta risatitli. „Það var hvergi veikan blett að finna í spilamennsku minni. Ég setti boltann nálægt pinna, hitti vel á brautirnar og setti niður nokkur góð pútt," sagði Westwood sem er enn í leit að sigri á sínu fyrsta risamóti.Ágætis staða hjá Woods þrátt fyrir ógöngur Tiger Woods lenti í ýmsum ógöngum en tókst þrátt fyrir allt að skila sér í hús á pari. „Ég átti nokkrar af verstu sveiflum ævi minnar í dag en þetta er allt í lagi," sagði Woods sem hefur unnið 14 stórmót á ævinni, síðast árið 2008. Norður-Írinn Rory McIlroy sem fataðist heldur betur flugið í kjörstöðu á mótinu á síðasta ári fór hræðilega af stað. Tvöfaldur skolli á fyrstu holu en eftir það birti til. Sigurvegari Opna breska fékk fugla á síðustu tveimur holunum og kom í hús á einu höggi undir pari. Phil Mickelson spilaði hringinn á tveimur höggum yfir pari. Mickelson fékk meðal annars þrefaldan skolla á 10. holu þar sem hann týndi boltanum.Oosthuizen og Hanson í öðru sæti Fast á hæla Westwood koma Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen og Svíinn Peter Hanson. Oosthuizen, besti vinur Charl Schwartzel sem vann mótið í fyrra, fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og kom sér í góða stöðu. Svínn Henrik Stenson var á sex höggum undir pari og í frábærri stöðu þegar þrjár holur voru eftir. Hann spilaði lokaholuna hins vegar á heilum fjórum yfir pari og lauk leik á einu höggi undir pari.Staða efstu manna 1. Lee Westwod -5 2. Louis Oosthuizen, Peter Hanson -4 3. Paul Lawrie, Francesco Molinari, Ben Crane, Jason Dufner og Bubba Watson -3 Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Lee Westwood spilaði manna best á fyrsta degi Masters-mótsins í golfi á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Westwood lauk leik á fimm höggum undir pari. Englendingurinn 38 ára kannast ágætlega við tilfinninguna að hafa forystuna á Masters. Hann leiddi fyrir lokadaginn árið 2010 en ótrúleg spilamennska Phil Mickelson á lokahringnum kom í veg fyrir að Westwood landaði sínum fyrsta risatitli. „Það var hvergi veikan blett að finna í spilamennsku minni. Ég setti boltann nálægt pinna, hitti vel á brautirnar og setti niður nokkur góð pútt," sagði Westwood sem er enn í leit að sigri á sínu fyrsta risamóti.Ágætis staða hjá Woods þrátt fyrir ógöngur Tiger Woods lenti í ýmsum ógöngum en tókst þrátt fyrir allt að skila sér í hús á pari. „Ég átti nokkrar af verstu sveiflum ævi minnar í dag en þetta er allt í lagi," sagði Woods sem hefur unnið 14 stórmót á ævinni, síðast árið 2008. Norður-Írinn Rory McIlroy sem fataðist heldur betur flugið í kjörstöðu á mótinu á síðasta ári fór hræðilega af stað. Tvöfaldur skolli á fyrstu holu en eftir það birti til. Sigurvegari Opna breska fékk fugla á síðustu tveimur holunum og kom í hús á einu höggi undir pari. Phil Mickelson spilaði hringinn á tveimur höggum yfir pari. Mickelson fékk meðal annars þrefaldan skolla á 10. holu þar sem hann týndi boltanum.Oosthuizen og Hanson í öðru sæti Fast á hæla Westwood koma Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen og Svíinn Peter Hanson. Oosthuizen, besti vinur Charl Schwartzel sem vann mótið í fyrra, fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og kom sér í góða stöðu. Svínn Henrik Stenson var á sex höggum undir pari og í frábærri stöðu þegar þrjár holur voru eftir. Hann spilaði lokaholuna hins vegar á heilum fjórum yfir pari og lauk leik á einu höggi undir pari.Staða efstu manna 1. Lee Westwod -5 2. Louis Oosthuizen, Peter Hanson -4 3. Paul Lawrie, Francesco Molinari, Ben Crane, Jason Dufner og Bubba Watson -3
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira