Handbolti

Vignir fer til Minden í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vignir í leik með íslenska landsliðinu í gær.
Vignir í leik með íslenska landsliðinu í gær. Mynd/Valli
Vignir Svavarsson mun ganga til liðs við þýska handknattleiksliðið Minden nú í sumar en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Þýskir fjölmiðlar greina frá þessu en félagið sjálft hefur ekki staðfest þetta.

Vignir hefur verið á mála hjá Hannover-Burgdorf en nú er ljóst að allir þrír Íslendingarnir þar eru á lið til annarra félaga. Hannes Jón Jónsson fer til þýska B-deildarliðsins Eisenach og Ásgeir Örn Hallgrímsson til Paris Handball, rétt eins og Róbert Gunnarsson.

Minden er í góðri stöðu á toppi þýsku B-deildarinnar og ætti fátt að geta komið í veg fyrir að liðið spili í keppni þeirra bestu á ný á næsta tímabili.

Vignir er nú á leið til Króatíu með landslðiði Íslands en þar fer fram riðill Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×