Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 36-24 | Valur leiðir einvígið 1-0 Kristinn Páll Teitsson í Vodafonehöllinni skrifar 19. apríl 2012 13:42 Frábær frammistaða Valsstúlkna í fyrri hálfleik grundvallaði 36-24 sigur þeirra á Stjörnunni í undanúrslitum N1-deildarinnar í handbolta. Þær náðu forskotinu strax á fyrstu mínútum leiksins og slepptu því aldrei úr hendi sér. Valsstúlkur unnu alla leiki þessara liða á yfirstandandi tímabili og eru handhafar allra titla sem boði eru á Íslandi. Stjörnustúlkur á hinn bóginn þurftu að spila í umspilseinvígi við HK upp á sæti sitt í undanúrslitum sem þær unnu örugglega 2-0. Valsstúlkur settu tóninn fyrir leikinn strax í upphafi leiksins, með ágætis vörn og góðum sóknarlotum voru þær fljótlega komnar í stöðuna 7-2. Þrátt fyrir leikhlé hjá Stjörnunni héldu Valsstúlkur áfram að stækka forskot sitt sem fór mest í 10 mörk á tuttugustu mínútu. Stjörnustúlkur enduðu hinsvegar á góðum kafla og náðu að minnka forskotið niður í 3 mörk áður en leikflautan gall, 19-12. Í seinni hálfleik reyndu Stjarnan ítrekað að minnka mun Vals en í hvert sinn sem þær komst eitthvað ágengis og minnkuðu muninn gáfu Valsstúlkur aftur í og komust í örugga forystu. Þær héldu því öruggri forystu út leikinn og unnu að lokum 12 marka sigur. Ljóst er að Stjörnustúlkur þurfa að gera mun betur en hér í kvöld ef þær ætla sér eitthvað í þessu einvígi, þær voru alltaf eftirá í sínum aðgerðum og varnarleikurinn sem spilaður var í fyrri hálfleik var ekki merkilegur. Þær náðu þó að spila betur í seinni hálfleik og héldu muninum nokkurnveginn fram að lokamínútunum þegar Valsstúlkur bættu í forskotið. Valsstúlkur hinsvegar koma vel undan pásunni sem þær fengu á meðan umspilsleikirnir komu fram og víst er að þær ætla ekki að gefa frá sér titilinn. Í liði Vals var Þorgerður Anna Atladóttir markahæst með 7 mörk en í liði Stjörnunnar var Jóna Margrét Ragnarsdóttir atkvæðamest með 7. Þorgerður: Skemmtilegra að spila leiki„Okkur fannst þetta alveg hrikalega gaman, það er alltaf gaman þegar maður spilar frábærann leik," sagði Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Við keyrðum snemma upp og héldum tempói allan leikinn og Stebbi þurfti eiginlega að róa okkur niður. Þegar hlutirnir ganga vel reyniru að halda áfram á sömu braut og við héldum okkar striki allan leikinn." Valsstúlkur komu sterkar inn eftir þriggja vikna pásu og komu greinilega tilbúnar í átökin sem framundan eru. „Við erum búnar að æfa mikið síðustu vikur, það er skemmtilegra að spila og loksins er úrslitakeppnin byrjuð, það eru spennandi vikur framundan." „Við erum allar svo metnaðarfullar, við sáum að ef við slökuðum eitthvað á klónni þá reyndu þær að berjast aftur inn í leikinn og við leyfðum þeim það aldrei. Það er ekki auðvelt að halda jafn stóru forskoti gegn góðu liði eins og Stjörnunni en við náðum því." „Stefnan er auðvitað stóri titilinn og núna þurfum við að setjast niður og skoða mistökin sem við gerðum í þessum leik. Þær eiga heimaleik næst og vilja eflaust gera betur þar þannig þetta verður hörkuspennandi á laugardaginn," sagði Þorgerður. Hanna: Verðum að mæta með ískaldann kollinn„Við mættum eiginlega aldrei í þennan leik, við spilum enga vörn og hleypum þeim auðveldlega inn í góð færi," sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Við verðum að mæta með ískaldann kollin og vera kúl á því, spila okkar leik ólíkt því sem við gerðum hér í kvöld." „Valsliðið er með eitt sterkasta lið landsins og með tvo góða leikmenn í hverri stöðu. Ef við náum ekki að spila okkar bolta verðum við rassskelltar eins og hérna í kvöld." Valsstúlkur náðu snemma forskotinu og hleyptu Stjörnustúlkum eiginlega aldrei aftur inn í leikinn. „Maður vill auðvitað rífa sig upp strax en það er auðvitað erfitt að gera það þegar bilið er svona mikið. Við reyndum en það tókst ekki, það tekur rosalega á hausinn að elta svona lengi og ná ekki að breyta stöðunni." „Við verðum að spila betri vörn og gera markmönnunum auðveldara með að taka nokkra bolta í næsta leik, spila okkar bolta og koma tilbúnar inn í leikinn," sagði Hanna. Hrafnhildur: Þetta var virkilega notalegt„Þetta var alveg eins og ég vildi hafa þetta, ég vissi að ef markvarslan og vörnin myndi virka myndi þetta verða nokkuð auðveldur sigur," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Það þarf að spila vel til vinna jafn öruggan sigur á jafn góðu liði og Stjarnan er." Valsstúlkur gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik og hleyptu Stjörnunni í raun aldrei aftur inn í leikinn. „Við tættum í sundur vörnina þeirra í fyrri hálfleik á meðan þær komust ekkert áleiðis hjá okkur. Við leggjum leikina upp á brjálaðri vörn sem gerir markmanninum auðveldara að verja skot sem skilar sér í hraðaupphlaupsmörkum." „Þetta var virkilega notalegt í dag, við vanmátum þær ekkert fyrir leikinn og gáfum okkur allar í þetta. Það er algengt að þegar þú nærð upp góðu forskoti þá er algengt að slaka á klónni en við hvert áhlaup þeirra gáfum við aftur í og hleyptum þeim í raun aldrei nálægt okkur." „Það er oft vorbragur á svona leikjum en mér fannst við spila mjög vel miðað við að við erum að koma úr þriggja vikna pásu. Við erum staðráðnar í að halda áfram öllum titlum sem við getum," sagði Hrafnhildur. Olís-deild kvenna Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Frábær frammistaða Valsstúlkna í fyrri hálfleik grundvallaði 36-24 sigur þeirra á Stjörnunni í undanúrslitum N1-deildarinnar í handbolta. Þær náðu forskotinu strax á fyrstu mínútum leiksins og slepptu því aldrei úr hendi sér. Valsstúlkur unnu alla leiki þessara liða á yfirstandandi tímabili og eru handhafar allra titla sem boði eru á Íslandi. Stjörnustúlkur á hinn bóginn þurftu að spila í umspilseinvígi við HK upp á sæti sitt í undanúrslitum sem þær unnu örugglega 2-0. Valsstúlkur settu tóninn fyrir leikinn strax í upphafi leiksins, með ágætis vörn og góðum sóknarlotum voru þær fljótlega komnar í stöðuna 7-2. Þrátt fyrir leikhlé hjá Stjörnunni héldu Valsstúlkur áfram að stækka forskot sitt sem fór mest í 10 mörk á tuttugustu mínútu. Stjörnustúlkur enduðu hinsvegar á góðum kafla og náðu að minnka forskotið niður í 3 mörk áður en leikflautan gall, 19-12. Í seinni hálfleik reyndu Stjarnan ítrekað að minnka mun Vals en í hvert sinn sem þær komst eitthvað ágengis og minnkuðu muninn gáfu Valsstúlkur aftur í og komust í örugga forystu. Þær héldu því öruggri forystu út leikinn og unnu að lokum 12 marka sigur. Ljóst er að Stjörnustúlkur þurfa að gera mun betur en hér í kvöld ef þær ætla sér eitthvað í þessu einvígi, þær voru alltaf eftirá í sínum aðgerðum og varnarleikurinn sem spilaður var í fyrri hálfleik var ekki merkilegur. Þær náðu þó að spila betur í seinni hálfleik og héldu muninum nokkurnveginn fram að lokamínútunum þegar Valsstúlkur bættu í forskotið. Valsstúlkur hinsvegar koma vel undan pásunni sem þær fengu á meðan umspilsleikirnir komu fram og víst er að þær ætla ekki að gefa frá sér titilinn. Í liði Vals var Þorgerður Anna Atladóttir markahæst með 7 mörk en í liði Stjörnunnar var Jóna Margrét Ragnarsdóttir atkvæðamest með 7. Þorgerður: Skemmtilegra að spila leiki„Okkur fannst þetta alveg hrikalega gaman, það er alltaf gaman þegar maður spilar frábærann leik," sagði Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Við keyrðum snemma upp og héldum tempói allan leikinn og Stebbi þurfti eiginlega að róa okkur niður. Þegar hlutirnir ganga vel reyniru að halda áfram á sömu braut og við héldum okkar striki allan leikinn." Valsstúlkur komu sterkar inn eftir þriggja vikna pásu og komu greinilega tilbúnar í átökin sem framundan eru. „Við erum búnar að æfa mikið síðustu vikur, það er skemmtilegra að spila og loksins er úrslitakeppnin byrjuð, það eru spennandi vikur framundan." „Við erum allar svo metnaðarfullar, við sáum að ef við slökuðum eitthvað á klónni þá reyndu þær að berjast aftur inn í leikinn og við leyfðum þeim það aldrei. Það er ekki auðvelt að halda jafn stóru forskoti gegn góðu liði eins og Stjörnunni en við náðum því." „Stefnan er auðvitað stóri titilinn og núna þurfum við að setjast niður og skoða mistökin sem við gerðum í þessum leik. Þær eiga heimaleik næst og vilja eflaust gera betur þar þannig þetta verður hörkuspennandi á laugardaginn," sagði Þorgerður. Hanna: Verðum að mæta með ískaldann kollinn„Við mættum eiginlega aldrei í þennan leik, við spilum enga vörn og hleypum þeim auðveldlega inn í góð færi," sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Við verðum að mæta með ískaldann kollin og vera kúl á því, spila okkar leik ólíkt því sem við gerðum hér í kvöld." „Valsliðið er með eitt sterkasta lið landsins og með tvo góða leikmenn í hverri stöðu. Ef við náum ekki að spila okkar bolta verðum við rassskelltar eins og hérna í kvöld." Valsstúlkur náðu snemma forskotinu og hleyptu Stjörnustúlkum eiginlega aldrei aftur inn í leikinn. „Maður vill auðvitað rífa sig upp strax en það er auðvitað erfitt að gera það þegar bilið er svona mikið. Við reyndum en það tókst ekki, það tekur rosalega á hausinn að elta svona lengi og ná ekki að breyta stöðunni." „Við verðum að spila betri vörn og gera markmönnunum auðveldara með að taka nokkra bolta í næsta leik, spila okkar bolta og koma tilbúnar inn í leikinn," sagði Hanna. Hrafnhildur: Þetta var virkilega notalegt„Þetta var alveg eins og ég vildi hafa þetta, ég vissi að ef markvarslan og vörnin myndi virka myndi þetta verða nokkuð auðveldur sigur," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Það þarf að spila vel til vinna jafn öruggan sigur á jafn góðu liði og Stjarnan er." Valsstúlkur gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik og hleyptu Stjörnunni í raun aldrei aftur inn í leikinn. „Við tættum í sundur vörnina þeirra í fyrri hálfleik á meðan þær komust ekkert áleiðis hjá okkur. Við leggjum leikina upp á brjálaðri vörn sem gerir markmanninum auðveldara að verja skot sem skilar sér í hraðaupphlaupsmörkum." „Þetta var virkilega notalegt í dag, við vanmátum þær ekkert fyrir leikinn og gáfum okkur allar í þetta. Það er algengt að þegar þú nærð upp góðu forskoti þá er algengt að slaka á klónni en við hvert áhlaup þeirra gáfum við aftur í og hleyptum þeim í raun aldrei nálægt okkur." „Það er oft vorbragur á svona leikjum en mér fannst við spila mjög vel miðað við að við erum að koma úr þriggja vikna pásu. Við erum staðráðnar í að halda áfram öllum titlum sem við getum," sagði Hrafnhildur.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira