Iron Man 3 verður undir kínverskum áhrifum 16. apríl 2012 21:30 Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína. Það verður kínverska fyrirtækið DMG sem mun fjárfesta í Iron Man 3 en hún kemur út á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig annast dreifingu kvikmyndarinnar í Kína. „Við vitum að Iron Man á marga aðdáendur í Kína," sagði Stanley Cheung, talsmaður Disney í Kína. „Þess vegna ætlum við að glæða nýju myndina kínverskum blæ og mun útlit hennar og söguþráður taka mið af því." Vonast er til að Iron Man 3 verði frumsýnd 3. maí á næsta ári. Robert Downey Jr. fer með hlutverk Járnmannsins í þriðja sinn. Þá munu þau Gwyneth Paltrow og Don Cheadle einnig snúa aftur. Það er síðan Shane Black sem mun annast leikstjórn Iron Man 3. Black var á sínum tíma einn vinsælasti handritshöfundur Hollywood en hann á heiðurinn af Lethal Weapon kvikmyndunum. Kvikmyndaiðnaðurinn í Kína hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá ákváðu yfirvöld í Kína fyrir stuttu að liðka um fyrir fjárfestingum í erlendum kvikmyndum og því sækjast kvikmyndafyrirtæki í Hollywood nú eftir að laða að kínverska fjárfesta. Helsti keppinautur Disney, DreamWorks, tilkynnti fyrir nokkru að fyrirtækið muni reisa nýtt framleiðsluver sitt í Sjanghæ. Áhugasamir geta séð brot úr Iron Man 2 hér fyrir ofan. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína. Það verður kínverska fyrirtækið DMG sem mun fjárfesta í Iron Man 3 en hún kemur út á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig annast dreifingu kvikmyndarinnar í Kína. „Við vitum að Iron Man á marga aðdáendur í Kína," sagði Stanley Cheung, talsmaður Disney í Kína. „Þess vegna ætlum við að glæða nýju myndina kínverskum blæ og mun útlit hennar og söguþráður taka mið af því." Vonast er til að Iron Man 3 verði frumsýnd 3. maí á næsta ári. Robert Downey Jr. fer með hlutverk Járnmannsins í þriðja sinn. Þá munu þau Gwyneth Paltrow og Don Cheadle einnig snúa aftur. Það er síðan Shane Black sem mun annast leikstjórn Iron Man 3. Black var á sínum tíma einn vinsælasti handritshöfundur Hollywood en hann á heiðurinn af Lethal Weapon kvikmyndunum. Kvikmyndaiðnaðurinn í Kína hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá ákváðu yfirvöld í Kína fyrir stuttu að liðka um fyrir fjárfestingum í erlendum kvikmyndum og því sækjast kvikmyndafyrirtæki í Hollywood nú eftir að laða að kínverska fjárfesta. Helsti keppinautur Disney, DreamWorks, tilkynnti fyrir nokkru að fyrirtækið muni reisa nýtt framleiðsluver sitt í Sjanghæ. Áhugasamir geta séð brot úr Iron Man 2 hér fyrir ofan.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira