Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi varð í dag fyrsti íslenski sundmaðurinn til þess að ná Ólympíulágmarki fyrir leikana í London í sumar.
Hún synti þá 200 metra baksund á tímanum 2:10,38 mínútur en Ólympíulágmarkið er 2:10,84. Þess þarf varla að geta að Eygló setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í greininni sem var 2:12,33.
Samkvæmt Evrópumetaskránni er um að ræða 12 besta tímann í Evrópu í þessari grein – samkvæmt uppfærðum lista 13.apríl 2012.

