Eygló Ósk Gústafsdóttir setti glæsilegt Íslands- og stúlknamet í 200 metra fjórsundi kvenna á Íslandsmótinu í kvöld.
Eygló synti á 2:14,87 mínútum og bætti þar með met Hrafnhildar Lúthersdóttur sem var 2:18,20 mínútur.
Þessi tími dugði Eygló ekki til þess að komast inn á Ólympíuleikana en hún er 1,5 sekúndum frá Ólympíulágmarkminu.
