Cristiano Ronaldo sá til þess að forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar er fjögur stig eftir leiki kvöldsins.
Ronaldo skoraði þrennu í 1-4 sigri á nágrönnum sínum í Atletico Madrid í kvöld. Ronaldo er þar með búinn að skora 40 mörk í deildinni og er markahæstur.
Mörk Portúgalans í kvöld voru glæsileg. Fyrsta var beint úr aukaspyrnu, annað með glæsilegu skoti utan teigs en það þriðja kom úr öruggu víti.

