Fótbolti

Þessir verða í banni í úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Alaba, lengst til vinstri, í leiknum í kvöld.
David Alaba, lengst til vinstri, í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Alls verða sjö leikir í banni hjá liðunum tveimur sem leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í München þann 19. maí næstkomandi.

Bayern München og Chelsea mætast í úrslitunum eftir að hafa slegið út spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona í undanúrslitunum.

Báðar rimmunar tóku sinn toll og bæði lið verða án lykilmanna í úrslitaleiknum. Chelsea verður án fyrirliðans John Terry sem fékk glórulaust rautt spjald í leiknum gegn Barcelona í gær.

Reglur keppninnar kveða á um að leikmenn skulu taka út leikbann eftir tvær áminningar og þrír leikmenn úr hvoru liði fengu seinni áminningar sínar í síðari undanúrslitaleikjunum.

Hjá Chelsea eru þetta þeir Branislav Ivanovic, Raul Meireles og Ramires. Hjá Bayern eru þetta David Alaba, Holger Badstuber og Luiz Gustavo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×